Elsku skrifsofan!
Jæja, þá er ég aftur mætt á skrifstofuna. Og í þetta skiftið til að millifæra í netbankanum. Ég gleymdi því í dag. Ég er annars á leið heim frá Stínu og Pálma í Gottsunda. Við Stína sniðum tilrauna-topp úr gömlu laki. Sniðið sem hún keypti reyndist ómögulegt svo við breyttum því svolítið, gerðum aðra prufu og útkoman var bara stórfín! Ég verð spennt að sjá lokaútgáfuna úr fína efninu frá Hong Kong. Svo fékk ég þennan líka rosa fína mat hjá þeim og borðaði á mig gat. Ohh, mikið svakalega á ég eftir að sakna þeirra :( Þau verða farin til Íslands þegar ég kem aftur. Ég á líka eftir að sakna allra hinna hérna í Geocentrum...Snökt... og elsku skrifstofunnar. Hér hef ég átt margar góðar stundir yfir lexíunum mínum. En ætli ég gleymi því ekki fljótt þegar ég kem heim. Eða hvað? Ætti ég kannski að reyna að komast fljótt út aftur? Því ekki það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli