Prent-martröðin
Alltaf sömu vandræðin að koma draslinu út á prentara. Er búin að hlaupa fram og til baka í morgun til að reyna að redda hlutunum. Vona að þetta gangi. Annars var ég nú bara kærulaus í gærkvöldi, fór heim til að horfa á Beðmál í borginni og nennti svo ekki aftur í vinnuna. Vaknaði bara snemma í staðinn og var komin í vinnuna klukkan sjö til að klára þetta litla sem eftir var. Nú er bara að bíða og sjá hvort mér takist að fá veggspjaldið á pappír fyrir hádegi.
Nei, því miður er ég ekki á leið til Nice. Fer ekki lengra en í Vatnsmýrina. Þar verður haldið Raunvísindaþing í dag og á morgun í tilefni formlegrar opnunar nýja hússins, Öskju, í gær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli