mánudagur, apríl 19, 2004

...Sól í sinni...


Já, svo sannarlega. Ég veit fátt betra snemma á morgnana en að vakna við glampandi sólskin, þótt klukkan sé ekki nema sex hálf sjö. Og þegar ég drattast loks fram úr eftir klukkutíma aukadúr, gerið ég það með stóru brosi á vör. Ö, er ég of væmin núna? Get bara ekkert að því gert, það verður bara allt svo miklu fallegra og betra þegar sólin glennir sig svona, jafnvel þótt það sé ekki nema fimm stiga hiti hérna úti í mælireit.
Ég var í letiksti í gær. væflaðist um heima og las blöðin fyrir hádegi. Eldaði mér svo eggjaköku og borðaði hana i sólinni úti á svölum. Dreif mig svo út í sólina. Náði í hjólið mitt og hjólaði um Fossvogsdalinn og vestur í bæ í rokinu. Á leiðinni upp á Veðurstofu stoppaði ég uppi á holtinu, lagði hjólinu og lagðist niður undir steini og lét sólina baka mig í nokkrar mínútur og hummaði. Ímyndaði mér að ég væri e-s staðar úti í móa milli þúfna og útilokaði algerlega umferðarniðinn í kringum mig. Endaði svo kvöldið með Jazzi og sóló djæf-sveiflu í stofunni. Haha.
Fimm-listi dagsins er með ljúfum vortónum frá Air:
1. Sexy boy (Moon Safari)
2. You make it easy (Moon Safari)
3. People in the city (10.000 Hz Legend)
4. Don't be light (10.000 Hz Legend)
5. Cherry blossom girl (Talkie Walkie)

Ég er svona enn að meðtaka nýjasta diskinn. Hann sígur inn smám saman. Hann er annars mjög rólegur, ólíkur tíu þúsund herzunum, sem er enn í miklu uppáhaldi hjá mér.

Annars datt ég aldeilis í lukkupottin á laugardaginn. Ég var rétt komin heim þegar Berglind hringdi og bauð mér með fjölskyldunni í mat og leikhús og þar með var kvöldinu bjargað :-) .

Engin ummæli: