miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Sprungin blaðra


Mér líður eins og blöðru sem stungið hefur verið á (já eða þannig), allt loft úr mér. Stress síðustu viku yfirstaðið og barasta spennufall. Vann hér til að verða 11 í gærkvöld við að klára vaktstörf. Mér verður ekkert úr verki í dag. Nema helst að geyspa. ;-0


Af eingverri einskærri heppni þagnaði viðvörunarkerfið seinni part laugardags og ég fékk ekki eina einustu upphringingu eða símapíp aaaaalla nóttina. Ja, bara ekki fyrr en 11 á sunnudagsmorgni. Ég hefði nú getað notað þessa nótt til að vinna upp svefn. En það fór nú ekki alveg svo því ég var búin að skipuleggja innflutningspartý. Sem endaði með stuði og dansi á 22 til hálf-sex! Þið getið ímyndað ykkur hvað sumir voru hressir næsta dag.


Ég er búin að fá nýjan skrifstofufélaga til nokkurra daga. Hann Martin frá Hamborg. Hann er með tvígatað nef og hring í vör, grænan hanakamb og alles. Annars bara rólegasti stúdent að sækja gögn fyrir Master-verkefnið sitt. Lífgar upp á mannlífsflóruna hér.

Engin ummæli: