Sjónvarpsgláp
Ég er komin í prýðilegt hjólastuð. Hef ekki snert við bílnum síðan síðasta sunnudag þegar ég átti erindi í Hafnarfjörðinn. Hef hjólað í vinnu, dans vestur í bæ og hingað og þangað og reyni ekki að finna afsökun til að nota bílinn. Þangað til í dag. Ráðstefna JFÍ eftir hádegi og svo kvöldmatur á A Hanssen í Hafnarfirði og pöbbarölt um Fjörðinn með Bjórfélaginu.
Í gærkvöldi, eftir dansinn, hékk ég hins vegar heima yfir sjónvarpinu frá tíu fram yfir miðnætti. Maraþon-gláp á Bachelor og Beðmál í borginni. Ég varð nú ekkert smá hissa þegar hann lét Kirsten róa, var alveg viss um það fyrir nokkrum þáttum síðan að Kirsten yrði fyrir valinu, fannst hann hafa verið hrifinn af henni lengi. Eeeeen, mín stelpa vann, jibbí fyrir henni! Ég tók upp Beðmálin og horfði á þau eftir baslara-þáttinn. Má ekki missa af neinu sko. Og meðan ég hreinsaði tennurnar fyrir svefninn gat ég horft á byrjunina á gamla þættinum. Almáttugur. Þetta er nú svolitið "sick". Hmmm, en skiptir það sosum nokkru þótt maður láti svona einu sinni í viku? Nei, a.m.k. ekki meðan ég ræð ein yfir sjónvarpinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli