Brjálæði?
Í gærkvöldi druslaðist ég í SAUMA-klúbb til frænku minnar í Hafnarfirði. Ég ætlaði ekki að nenna af stað og auk þess gekk mér ill að finna pokann með rétta efninu. (Það borgar sig greinilega ekki að taka til, hjá mér er alltaf reiða í óreiðunni). Ég er að reyna að klára bútateppi sem ég byrjaði á fyrir næstum tveimur árum, eftir fyrsta námskeiðið mitt. Ég tek það fram að ég er búin að klára hitt og þetta í millitíðinni. Flöskuhálsinn á saumaskapnum var annars sá að ég þurfti að handsauma niður fjöldann allan af smáberjum og laufblöðum og á tímabili fékk ég mig fullsadda og lagði stykkinu. Þessu er nú loks lokið og nú þarf ég bara að sauma saman framhlið, filt og bakstykki og ganga frá. En í gær fór ég að telja smábútana sem ég er búin að sauma saman eða ofan á:
Miðstykki: 660
innri og ytir kantur: 8 stykki
smástykki saumuð ofan á ytri kant (minnst um 1 cm2): 170
Filt og bakstykki: 5 (ég saumaði saman filtafganga sem ég átti til að spara...)
Kantur til að loka: 5
Sumsé, í allt tæplega 850 bútar. Jaðrar þetta ekki við brjálæði?
Og í aðra sálma: Langar e-n með mér á útgáfutónleika Dr. Gunna á Grandrokk í kvöld? 200.000 naglbítar spila líka. (Gerða, geturðu ekki skutlast ti RVK í kvöld?)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli