Þórsmörk
Ég kom mér frekar seint í vinnuna í morgun. Átti eftir að pakka niður fyrir Þórsmerkurferðina um helgina. Nú er allt klárt og ég meira að segja búin að setja nýjar rafhlöður í vasaljósið. Tek tjaldið með ef þarf. Hlakka mikið til að komast upp á fjöll í labb. Vera úti heila helgi.
Hef lítið afrekað í vikunni. Mér tókst þó að læsa bíllyklana einu sinni inni í bílnum. En það var ekkert alvarlegt því það var nú bara að kvöldlagi hér við Veðurstofuna svo ég gat gengið heim úr vinnunni og til baka morguninn eftir með aukalykilinn. Það er nú gott að búa í göngufjarlæð!
Er líka búin að finna íbúð. Hún er máluð í lítum svo ég býst við að þurfa að mála allt. Sé nú samt til hvort ég nenni því strax. Öll herbergin eru annars í mismunandi litum: mintugrænt, rautt, gult....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli