miðvikudagur, september 17, 2003

Slúður


Í fyrrakvöld hitti ég nokkrar æskuvinkonur mínar. Við reynum að hittast af 2-3 á ári til að halda sambandi og "updeita" slúðursögurnar. Ég missti af síðasta fundi, þar eð ég var úti. Núna hafði heldur betur mikið gerst. Ein var búin að gifta sig og önnur á von á öðru barninu. Sú þriðja var búin að kaupa íbúð með kærastanum sínum á Suðurgötunni í Hafnarfirðinum. Ég hafði engin sérstök afrek að segja frá.


Og þó. Ég afrekaði að fara í þriðja danstímann. Og er búin að ákveða að halda áfram. Jájá, vonandi fer mér e-ð fram þegar líður á námskeiðið. Þakka góðu vinkonum mínum hvatninguna og að peppa mig upp. Stundum þarf maður bara á því að halda. (Hmm og sumir oftar en aðrir).
Gerði mér dagamun áðan og fór í klippingu. Sat þar í 2 og hálfan tíma og er nú komin með nýjan lit og topp. Borgaði offjár fyrir en fór samt skælbrosandi út. Arkaði svo nið'rí Stork og keypti mér garn i vesti. Það verður því fjör hjá mér í kvöld: Braithwaits-fjölskyldan og prjónarnir... Víhí. ;-)

Engin ummæli: