Hvert fer tíminn? Í þrif og uppvask og bleiuskiftingar? Göngutúra í góða veðrinu? Leik með Hjalta? Það er nú það. A.m.k. ekkí í blogg. Í stað þess að eyða tímanum í langa afsökunarræðu koma hér nýjustu fréttir:
Snáðinn vex of dafnar. Hann hefur ekki enn velt sér alveg en getur sveigt sig í brú. Hann hefur hins vegar verið iðinn við að æfa bæði maga- og bakvöðva (mun iðnari en mamman, uhhumm):
Þessar myndir eru nú reyndar frá miðjum júní og miðjum júlí, en hva, þó nýrri en síðasta mynd á blogginu. Þetta stendur þó allt til bóta.
Mamma litla mætti til vinnu á föstudaginn var, í fyrsta skipti eftir orlof. Það var nú miklu betri tilhugsun að vita af litla snáða hjá afa sínum Sveini heldur en dagmömmu e-s staðar úti í bæ! Í dag er hann svo hjá pabba sínum. Þetta verður mikið púsluspil.
ósköp er ég annars andlaus eftir bloggleti síðustu mánaða, þetta verður því stutt að sinni. Áhugasamir geta hins vegar kíkt á myndir á myndasíðunni.
Dagbók eilífðarstúdents sem býr í Reykjavík og þykir alltof gaman að prjóna en slugsar við rigerðasmíð!
mánudagur, ágúst 27, 2007
fimmtudagur, júní 14, 2007
Eldri heimasætan í Meðalholti vildi halda upp á afmælið sitt áður en skóla lauk, þótt afmælisdagurinn sé 3. júlí. Hér komu þvi tæplega 20 krakkar í afmælisveislu Hólmfríðar Maríu fyrir viku síðan. Við Böðvar stóðum og bökuðum til miðnættis kvöldið áður: sjónvarpsköku, súkkulaðiköku, hrískökur og svo skellti Böðvar í pönnukökur rétt fyrir afmælið. Allt fór þetta ágætlega fram, betur en ég þorði að vona í þrengslunum hér. Það sem ég þurfti að hlaupa með Hjalta litla (líka þekktur sem Röndólfur) til læknis stuttu áður en afmælið hófst, kom Lára systir Böðvars honum til hjálpar.
Hjalti litli hafði verið ómögulegur svona af og til síðustu daga, eða síðan hann varð 3 mánaða og fékk sprautu. Hann hefur hins vegar líklega fengið flensuna sem liðið fyrir norðan þjáðist af, eða pabbi hans því hann var með rauðan háls og e-t kvef í sér.
Nú, af Röndólfi (gengur gjarnan í röndóttum fötum því mömmu litlu finnst það svo gasalega sætt) er það annars að frétta að hann kann nú að nota snuð,
grípur og togar fast í fötin sín...
og teppið
og er svo byrjaður að slefa heil ósköp. Hann fór líka í fyrsta lautartúrinn sinn í hitanum á mánudaginn var. Ferðinni var heitið með systrunum tveimur og vinkonu HM með strætó í Hellisgerði í Hafnarfirði. Hitinn fór illa í Hjalta, sem svaf illa. Ohhh, lífið getur verið svo erftitt stundum þegar maður er svona lítill og viðkvæmur.
Ylfa Rós skemmti sér hins vegar ágætlega.
Hjalti litli hafði verið ómögulegur svona af og til síðustu daga, eða síðan hann varð 3 mánaða og fékk sprautu. Hann hefur hins vegar líklega fengið flensuna sem liðið fyrir norðan þjáðist af, eða pabbi hans því hann var með rauðan háls og e-t kvef í sér.
Nú, af Röndólfi (gengur gjarnan í röndóttum fötum því mömmu litlu finnst það svo gasalega sætt) er það annars að frétta að hann kann nú að nota snuð,
grípur og togar fast í fötin sín...
og teppið
og er svo byrjaður að slefa heil ósköp. Hann fór líka í fyrsta lautartúrinn sinn í hitanum á mánudaginn var. Ferðinni var heitið með systrunum tveimur og vinkonu HM með strætó í Hellisgerði í Hafnarfirði. Hitinn fór illa í Hjalta, sem svaf illa. Ohhh, lífið getur verið svo erftitt stundum þegar maður er svona lítill og viðkvæmur.
Ylfa Rós skemmti sér hins vegar ágætlega.
þriðjudagur, júní 05, 2007
Húsmæðraorlofið á Sauðárkróki
Sumir þykjast svei mér vera uppteknir! Það er liðinn meira en einn og hálfur mánuður síðan síðast. Og hvað hefur gengið á í millitíðinni? Kosninar, júróvísjón, afmæli, þvottur og meiri þvottur. Og þess háttar stúss.
Litli snáðinn varð tveggja mánaða gamall
byrjaði að hjala og styrkjast. Tíminn flýgur víst áfram og áður en ég vissi af var hann orðinn þriggja mánaða gamall. Þó ekki meira en það. Mér finnst e-ð svo ótrúlega langt síðan hann fæddist og ég þurfti að vakna upp tvisvar á nóttu. Nú sefur hann flestar nætur eins og engill. Nú nema hvað...
Og hvernig hefur mamma litla það? Hún varð allt í einu svo ægilega þreytt alltaf og hárið fór að hrinja af henni. Í flygsum. Hún varð ægilega leið á húsverkunum í draslarakoti og ákvað því að bregða undir sig betri fætinum og fara í 10 daga húsmæðraorlof til Sauðárkróks. Og saman flugum við, ég og Hjalti ásamt Söru mágkonu og Örnu litlu frænku. Við dvöldum þar í góðu yfirlæti og rólegheitum. Ég skemmti mér við prjónaskap og Brideshead Revisited, en Hjalti danglaði í þroskakvikindin á ófreskjuslánni hennar Örnu
og stækkaði og stækkaði.
Við flugum aftur suður á hvítasunnudag. Og erum dottin inn í sama hversdagsleikann hér og áður. Sofa, borða, þrífa... Hlökkum til að komast aftur í heimsókn norður, við höfðum það svo gott þar ;-)
þriðjudagur, apríl 17, 2007
5 cm stærri
Og enn flýgur tíminn áfram. Litli minn dafnar vel. Við mættum í 6 vikna skoðun í síðustu viku og var hann þá orðinn rétt tæpum 5 cm stærri en þegar hann fæddist, eða tæpir 57 cm. Mér finnst hann hafa rifnað út. Hann kann lík að brosa núna og þykir ógurlega gaman að láta tala við sig og brosa til sín. Þá sýnir hann sínar bestu hliðar. Tvö ný hljóð bættust líka við í vikunni: upphrópun á innsoginu og ghaaa. Honum finnst líka nauðsynlegt að fá að skoða heiminn uppréttur öðru hverju og æfa að halda haus. Þessi haus er bara svo þungur fyrir lítinn háls! Og hann stækkar stöðugt!
Stóllinn er líka ágætur:
Mamman þurfti að bregða sér frá niður í þvottahús um helgina. Unginn var vakandi og því bara tekinn með niður í stólnum. Það getur bara verið svo ansi kalt þarna niðri að mömmunni fannst vissara að dubba drenginn upp í ullarpeysu og sokka, enn svolítið stóra:
Núnú. Sveinninn ungi hefur nú loks verið skírður. Og gengur nú undir nafninu Hjalti Böðvarsson. Ég hafði samband við prest til að skíra snáðann í Hafnarfjarðarkirkju á laugardaginn var. Fengum svo tölvupóst frá honum snemma á föstudagsmorgni um að hann forfallaðist og hvort ekki væri í lagi að prestar úr Grafarvogskirkju tækju verkið að sér. Nema hvað ég las öngvan póst þann daginn. Það var ekki fyrr en um nóttina að Böðvar sá skeytið og svaraði. Við vorum mætt tímanlega daginn eftir. Og komum að öllum dyrum læstum. Einu dyrnar sem hægt var að opna voru að sorpgeymslu Guðshússins. Svo við biðum. Þar kom að að sóknarpresturinn, sem var við vinnu þennan dag sá okkur og lauk upp fyrir okkur. Svo fór gestina að drífa að. en prestur sem átti að skíra lét ekki sjá sig. Sóknarpresturinn bauðst þá til að taka að sér að skíra svo allt fór þetta vel að lokum. Með smá seinkun þó. Hjalta litla létt sér fátt um finnast. Hann svaf þetta allt af sér. Meira að segja þegar vatninu var ausið...
sunnudagur, mars 18, 2007
Mamman litla í Meðalholti
Það getur verið ótrúlega frústrerandi að vera loks búin að finna tíma til að skrifa langa færslu, með fullt af myndum og tilheyrandi skemmtilegheitum og láta svo blogger týna öllu saman. Nú geri ég aðra tilraun...
Tíminn flýgur áfram og alltaf dregst það að segja koma með fréttir af (ekki lengur) óléttu konunni í Draslarakoti (fyrrum kassakoti). Í fréttum er það næsthelst að kössunum uppi hefur fækkað ótrúlega og ýmislegt komið á sinn stað. Því miður eiga þó allt of margir hlutir ekki enn sinn stað og er því ýtt herbergi úr herbergi.
Merkilegri fréttir eru þó þær að ólétta konan lét loks til leiðast og samþykkti að fara upp á fæðingardeild um tíu-leytið miðvikudagsmorguninn 28. febrúar. Hún heimtaði þó að vaskað yrði upp áður. Það er svo leiðinlegt að koma heim í drasl OG fullan vask af óhreinu leirtaui. Hún sá þó ekki um uppvaskið sjálf þann morguninn, heldur lét íbúðareigandann um verkið. Sjálf gekk hún um inni í svefnherberg, hálf-skælandi af verkjum, ósofin og prjónandi milli hríða. Sem voru orðnar reglulegar og tíðar.
Ólétta konan hafði annars kennt fyrstu verkja aðfararnótt þriðjudags. Hún ákvað að fara eftir leiðbeiningum og halda áfram daglegum störfum næsta dag. Dagleg störf þann daginn fólu í sér vandleg þrif og tiltekt í svefnherbergi og stofu (það var líka þurrkað af ofninum). Hún setti líka upp rúmið fyrir ungann litla sem von var á. Hún þvoði þó ekki bílinn aftur. Þegar loks var komið að eftirmiðdagsdúrnum þann daginn var kominn tími til að fara í afmælismat til tengdó. Það var verr, því eins og fyrr segir varð hún af svefninum nær alla næstu nótt.
Gerum langa sögu stutta. Fæðingin var nær hálfnuð þegar komið var upp á spítala svo ég var ekkert send heim. Allt gekk áfallalaust (en ekki átakalaust!) og sveinninn ungi fæddist svo rétt fyrir sex síðdegis:
Hann var langur og grannur, 52 cm og 3400 g, eftir smá sopa:
Við fengum að vera tvær nætur í Hreiðrinu, þar sem snáðinn litli fæddist og fórum heim á föstudagsmorgni. Þá var gott að mamman litla var tilbúin með hitt og þetta heimaprjónað á frumburðinn...
Já, og hann er náttúrulega laaang-langsætastur. Eða það finnst mömmu litlu að minnska kosti;-)
föstudagur, febrúar 16, 2007
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Enn í Kassaborg
Þetta er ótrúlegt. Mér finnst ég alltaf vera að en samt eru enn kassastaflar úti um allt. Vandamálið er plássleysi. Ég væri löngu búin að koma öllu fyrir ef ég hefði flutt inn í tóma íbúð.
Við tókum ákvörðum um hvers konar skápa átti að kaupa á ganginn um helgina. Svo hægt væri að ganga frá hlutunum á sinn stað. En auðvitað voru skáparnir sjálfir búnir í IKEA. Hvænær ætli þeir komi? Þangað til sitjum við uppi með skápahurðir og framlengingar og þar með enn fleiri kassa en áður.
Og hvenær ætli vírskúffurnar komi í fataskápinn? "Þær eru búnar að vera leeengi í pöntun" svarar afgreiðslufólkið þegar ég spyr í þriðja sinn. Allt tekur víst sinn tíma. En ég er óþolinmóð. Þoli ekki alla þessa óreiðu.
Og sængurverin fyrir blessaðan ungann? Enn ósaumuð. En á dagskrá í kvöld. Eins og mörg önnur kvöld. Er bara með allt of margt á prjónunum.
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Umsátursástand
Enn ríkir umsátursástand í Meðalholti. Við erum umsetin af pappakössum. Fullum og tómum. Og húsgögnum sem ekki er hægt að koma smekklega fyrir með góðu móti. Allt er á eftir áætlun því húsbóndi heimilisins á afmæli í dag og að sjálfsögðu átti allt að vera orðið fínt og snyrtilegt fyrir þann tíma. Svo er þó ekki.
Eitthvað er þó á áætlun (og það er ekki meistararitgerðin!) hjá frk. Myndó. Henni tókst að ljúka peysunni dýru sem keypt var í fyrir nú nákvæmlega ári síðan í Storkinum. Rennilásinn var festur í á þriðjudagskvöld yfir Veróníku Mars og áframhaldandi sjónvarpsdagsrá á RÚV það kvöldið. Afmælisbarn dagsins (fyrrnefndur húsbóndi í Meðalholti) fékk því pakkann sinn í morgun. Og ég held að greyið hafi ekki annað þorað en að fara í peysunni í skólann líka, til að móðga nú ekki ólétta konuna, sem hann er nýbúin að flytja inn til sín.
Án alls grins: Ég held að peysan sé bara ágæt, en svo er spurning hvort Böðvar fíli hana. Kemur í ljós.
Rétt rúmar tvær vikur eftir. Og litli unginn situr nú á haus í kviðnum. Það var staðfest í sónarskoðuð á föstudaginn var. "Þetta er mikið meðalbarn" sagði ljósmóðirin og allt virtist líta vel út. Gengum því róleg út með mynd í hendinni sem sýnir lítið kúlulaga nef og stút á vörum. Ég held því kokhraust fram að nefið sé mitt!
mánudagur, janúar 22, 2007
Stórflutningarnir miklu eða Stóra flutningsmálið
Þegar kona hefir hlotið áminningu fyrir bloggleti síðastliðinn mánuð er ekki seinna vænna en að taka við sér skrifa nokkrar línur.
Fyrst smotterí um fröken Viðutan:
Fröken Viðutan gleymdi víst að skrifa inn í e-r jólakortanna. Hún skrifaði víst myndatextann fyrir eina vinkonu sína en hvorki nafn né jólakveðju með. Usssumsuss. Henni til afsökunar var hún víst að fram yfir miðnætti við þessi jólakortaskrif, rétt fyrir jól. Þið ykkar sem fenguð jólakveðju í kortið ykkar getið verið upp með ykkur og ánægð.
Fröken Viðutan er alltaf að ,,týna'' nýju leðurhönskunum sínum. Þeir hafa þó blessunarlega alltaf e-n veginn komið í leitirnar aftur. En mikil angist grípur frökenina æði oft er hún áttar sig á því úti í bíl að þeir eru bara ekki á höndunum á henni. Þeir finnast oft í úlpuhettunni, eftir mikið stress.
Fröken Viðutan er oft ansi þreytt og syfjuð þessa dagana. Í síðustu viku fór hún í svörtum kjól í vinnuna. Á hádegi sá hún, sér til mikilllar hrellingar, að hún hafði víst aldrei rennt lásnum upp þann morguninn. Og við blasti skærBLEIKUR brjóstahaldari. Til allrar blessunar er rennilásinn í hliðinni, svo kannski tók enginn eftir þessu hvort eð er!
Fröken viðutan á það til að gleyma því að fá sér að borða í miklu annríki um helgar. Sefur illa þar að auki. Þetta fer jafnan illa saman og úr verður skapvonska og viðkvæmni sem aldrei fyrr.
Og af hverju er svona mikið annríki um helgar? Við komum þá að Stóra flutningsmálinu...
Það hefur staðið til að flytja síðan e-n tíma í haust. Þegar það var útséð með "fyrir jól" var tekið frí milli jóla og nýárs. Þá daga var svo eftir allt ekkert flutt. Hins vegar var unnið að því fram á kvöld að mála, parketleggja/leggja lista inni í kjallaraherbergi í Meðalholti, þar sem geyma á frk. Viðutan þegar hún er sérlega skapstirð. Neeeeeeiiii...
Herbergið verður notað sem vinnustofa fyrir stúdenta og handvinnukonu og er orðið ansi hreint fínt. Við fórum líka í IKEA í þarsíðustu helgi og fjárfestum í tveimur fataskápum, gardínustöngum og efni. Það er búið að umraða í svefnherbergi, henda út gömlum fataskápum og sófa og bora upp hillur. Staðan í Stóra flutningsmálinu er því sú að nú á að flytja búslóð frk. Viðutan næsta laugardag því væntanlegur leigjandi vill komast þar inn um næstu mánaðarmót.
Frk. Viðutan ætlar nú að leggja sæti undir rass og sjá hvort hún geti ekki fundið lausn á Litla sturtuhengjamálinu. Hvert á að fara? Í Egg. Er ekki útsala ennþá þar?
En hvað varð svo um frk. Myndó? Hrökk hún upp af í desember þegar hún sá fram á að ljúka ekki við smákökusort númer þrjú?
Síðast fréttist af henni á Sauðárkróki í afslöppun. Hún tók þó við sér í vikunni sem leið og prjónaði bóndadagsgjöf handa spúsa sínum. Og lauk við aðra flík handa sínum innra manni í gærkvöld. Hún er því ekki alveg dauð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)