þriðjudagur, júní 05, 2007

Húsmæðraorlofið á Sauðárkróki


Sumir þykjast svei mér vera uppteknir! Það er liðinn meira en einn og hálfur mánuður síðan síðast. Og hvað hefur gengið á í millitíðinni? Kosninar, júróvísjón, afmæli, þvottur og meiri þvottur. Og þess háttar stúss.

Litli snáðinn varð tveggja mánaða gamall

byrjaði að hjala og styrkjast. Tíminn flýgur víst áfram og áður en ég vissi af var hann orðinn þriggja mánaða gamall. Þó ekki meira en það. Mér finnst e-ð svo ótrúlega langt síðan hann fæddist og ég þurfti að vakna upp tvisvar á nóttu. Nú sefur hann flestar nætur eins og engill. Nú nema hvað...
Og hvernig hefur mamma litla það? Hún varð allt í einu svo ægilega þreytt alltaf og hárið fór að hrinja af henni. Í flygsum. Hún varð ægilega leið á húsverkunum í draslarakoti og ákvað því að bregða undir sig betri fætinum og fara í 10 daga húsmæðraorlof til Sauðárkróks. Og saman flugum við, ég og Hjalti ásamt Söru mágkonu og Örnu litlu frænku. Við dvöldum þar í góðu yfirlæti og rólegheitum. Ég skemmti mér við prjónaskap og Brideshead Revisited, en Hjalti danglaði í þroskakvikindin á ófreskjuslánni hennar Örnu


og stækkaði og stækkaði.

Við flugum aftur suður á hvítasunnudag. Og erum dottin inn í sama hversdagsleikann hér og áður. Sofa, borða, þrífa... Hlökkum til að komast aftur í heimsókn norður, við höfðum það svo gott þar ;-)

Engin ummæli: