Eldri heimasætan í Meðalholti vildi halda upp á afmælið sitt áður en skóla lauk, þótt afmælisdagurinn sé 3. júlí. Hér komu þvi tæplega 20 krakkar í afmælisveislu Hólmfríðar Maríu fyrir viku síðan. Við Böðvar stóðum og bökuðum til miðnættis kvöldið áður: sjónvarpsköku, súkkulaðiköku, hrískökur og svo skellti Böðvar í pönnukökur rétt fyrir afmælið. Allt fór þetta ágætlega fram, betur en ég þorði að vona í þrengslunum hér. Það sem ég þurfti að hlaupa með Hjalta litla (líka þekktur sem Röndólfur) til læknis stuttu áður en afmælið hófst, kom Lára systir Böðvars honum til hjálpar.
Hjalti litli hafði verið ómögulegur svona af og til síðustu daga, eða síðan hann varð 3 mánaða og fékk sprautu. Hann hefur hins vegar líklega fengið flensuna sem liðið fyrir norðan þjáðist af, eða pabbi hans því hann var með rauðan háls og e-t kvef í sér.
Nú, af Röndólfi (gengur gjarnan í röndóttum fötum því mömmu litlu finnst það svo gasalega sætt) er það annars að frétta að hann kann nú að nota snuð,
grípur og togar fast í fötin sín...
og teppið
og er svo byrjaður að slefa heil ósköp. Hann fór líka í fyrsta lautartúrinn sinn í hitanum á mánudaginn var. Ferðinni var heitið með systrunum tveimur og vinkonu HM með strætó í Hellisgerði í Hafnarfirði. Hitinn fór illa í Hjalta, sem svaf illa. Ohhh, lífið getur verið svo erftitt stundum þegar maður er svona lítill og viðkvæmur.
Ylfa Rós skemmti sér hins vegar ágætlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli