mánudagur, júlí 12, 2004

Tiltekt og chicks næt on tán


Á laugardag voru Rammstein settir á (nágrannarnir fyrir neðan okkur í fríi) og nokkrir fatapokar dregnir fram og svo var mátað og hent. Ég hef alltaf átt óskaplega erftitt með að henda gömlu drasli og fötum. Reyndi að beita skynseminni í þetta skiptið og lét flest gossa, tuskur sem ég hef ekki farið í í mörg ár og hef greinilega ekkert saknað síðan ég flutti, því ekki hafa þær verið dregnar upp úr pokunum. Ég ákvað meira að segja að láta nær fullan plastpoka af hári fara.
Já, hári af sjálfri mér sem ég byrjaði að missa í anorexíunni og því sem eftir fór. Úff, hálf-dapurlegt að horfa á þennan poka. Þegar hárið byrjaði hér um árið að detta af í miklu magni safnaði ég því samviskusamlega saman í hárpoka og síðan plastpoka. Svona til að sjá hversu mikið þetta væri. Hélt þessu svo áfram. Hugsaði svo síðar með mér að ég gæti e-n tíman í ellinni dregið pokann fram, greitt úr flækjunum og látið gera á mig ekta hárkollu. Híhí, ekki er nú öll vitleysan eins:-)
Hárið verður sum sé látið fara...

Jú, var svo dregin út á djammið á laugardagskvöld með Pálínu, Kötu og tveimur öðrum vinkonum þeirra. Fór í djammgallann, skemmtilega alltof stutt gallapils og leðurstígvél. Rifjuðum upp Britney-taktana og dönsuðum heima og á nokkrum stöðum áður en ég fór heim, allt of snemma. Lá í leti í gær. Mjög ólíkt mér. Dormaði inni í stofusófa á milli þess sem ég las í bók.

Engin ummæli: