þriðjudagur, júlí 13, 2004

Höfuðhögg og gleði


Átssssj. Í gærkvöldi tókst mér næstum því, í annað skipti á rétt rúmri viku, að gera gat á hausinn á mér. Hafði sett á "Sítt að aftan" diskana því ég var í e-u dansstuðskapi. Komst í mikinn ham, hnykkti til höfði, mjöðmum og öllum öngum. Og, hmmm, ekki er nú herbergið stórt. Í æðinu tókst mér að hoppa upp í kertakrónuna sem hangir úr loftinu. Áááá...
Ekkert blóð, en létt-vönkuð hélt ég samt áfram:-) Það er greinilega tími til kominn að ég fari að finna mér húsnæði með rúmgóðri dans-stofu!!!

Þessi síða virðist vera að taka gleði sína á ný. Tókst að koma kommentunum inn (já, slettíslett, bið forláts) og líka tenglum á vini. Sum sé, allt virðist á uppleið.

Og Hetti raular:
...Never opened myself this way
Life is ours, we live it our way
All these words I just don't say
And nothing else matters...

Og keyrslur á undirsvæði 2 rúlla og rúlla, rúlla...Zzzzz

Engin ummæli: