mánudagur, júlí 05, 2004

Hiti og sviti


Úúú, þetta var matsjó-helgi! Fór að sjá Vin Diesel saxa niður vondu karlana á laugardag, flottur kroppur, mikill töffari, en myndin afskaplega þunn. Í gærkvöld sá ég svo aðra töffara fara hamförum í Egilshöll. Mættum seint, nokkru áður en Metallica steig á svið, en úff. Eftir svona mínútu var svitinn farinn að renna í stríðum straumum. Þvílíur hiti. Ég var mest hissa á því að standa uppi allan tímann. Sá þó e-n borinn út. Ekki allir jafn-hressir. En, jú, þetta var upplifun. Og bara öngvir flösuþeytarar nærri og vart þörf á eyrnatöppum! Franctic tic tic tic toc...

Engin ummæli: