miðvikudagur, júlí 14, 2004

Blessuð rigningin


Finnst ykkur hafa rignt mikið í nótt? Nei? Ekki svo, það er næstum að verða þurrt á. En samt, eins og mér var tjáð hér áðan: Úrkoman í nótt (4,8mm) slagar hátt í meðalúrkomu júlímánaðar í Aþenu (5,2mm)! At tænke sig!
Alltaf hefi ég gaman af svona staðreyndum:-)

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Höfuðhögg og gleði


Átssssj. Í gærkvöldi tókst mér næstum því, í annað skipti á rétt rúmri viku, að gera gat á hausinn á mér. Hafði sett á "Sítt að aftan" diskana því ég var í e-u dansstuðskapi. Komst í mikinn ham, hnykkti til höfði, mjöðmum og öllum öngum. Og, hmmm, ekki er nú herbergið stórt. Í æðinu tókst mér að hoppa upp í kertakrónuna sem hangir úr loftinu. Áááá...
Ekkert blóð, en létt-vönkuð hélt ég samt áfram:-) Það er greinilega tími til kominn að ég fari að finna mér húsnæði með rúmgóðri dans-stofu!!!

Þessi síða virðist vera að taka gleði sína á ný. Tókst að koma kommentunum inn (já, slettíslett, bið forláts) og líka tenglum á vini. Sum sé, allt virðist á uppleið.

Og Hetti raular:
...Never opened myself this way
Life is ours, we live it our way
All these words I just don't say
And nothing else matters...

Og keyrslur á undirsvæði 2 rúlla og rúlla, rúlla...Zzzzz

mánudagur, júlí 12, 2004

Tiltekt og chicks næt on tán


Á laugardag voru Rammstein settir á (nágrannarnir fyrir neðan okkur í fríi) og nokkrir fatapokar dregnir fram og svo var mátað og hent. Ég hef alltaf átt óskaplega erftitt með að henda gömlu drasli og fötum. Reyndi að beita skynseminni í þetta skiptið og lét flest gossa, tuskur sem ég hef ekki farið í í mörg ár og hef greinilega ekkert saknað síðan ég flutti, því ekki hafa þær verið dregnar upp úr pokunum. Ég ákvað meira að segja að láta nær fullan plastpoka af hári fara.
Já, hári af sjálfri mér sem ég byrjaði að missa í anorexíunni og því sem eftir fór. Úff, hálf-dapurlegt að horfa á þennan poka. Þegar hárið byrjaði hér um árið að detta af í miklu magni safnaði ég því samviskusamlega saman í hárpoka og síðan plastpoka. Svona til að sjá hversu mikið þetta væri. Hélt þessu svo áfram. Hugsaði svo síðar með mér að ég gæti e-n tíman í ellinni dregið pokann fram, greitt úr flækjunum og látið gera á mig ekta hárkollu. Híhí, ekki er nú öll vitleysan eins:-)
Hárið verður sum sé látið fara...

Jú, var svo dregin út á djammið á laugardagskvöld með Pálínu, Kötu og tveimur öðrum vinkonum þeirra. Fór í djammgallann, skemmtilega alltof stutt gallapils og leðurstígvél. Rifjuðum upp Britney-taktana og dönsuðum heima og á nokkrum stöðum áður en ég fór heim, allt of snemma. Lá í leti í gær. Mjög ólíkt mér. Dormaði inni í stofusófa á milli þess sem ég las í bók.

föstudagur, júlí 09, 2004

Jesus! What is the meaning of this! Is this love, what else caused this misery?
(HAM-Misery í tækinu...)

Commenta-kerfið fór eitthvurt til andskotans þegar ég breytti í svart! æææ

Bis dann, boys!!!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

In my life why do I smile at people who I'd much rather KICK IN THE EYE...
(The Smiths- Heavent Knows...)

mánudagur, júlí 05, 2004

Hiti og sviti


Úúú, þetta var matsjó-helgi! Fór að sjá Vin Diesel saxa niður vondu karlana á laugardag, flottur kroppur, mikill töffari, en myndin afskaplega þunn. Í gærkvöld sá ég svo aðra töffara fara hamförum í Egilshöll. Mættum seint, nokkru áður en Metallica steig á svið, en úff. Eftir svona mínútu var svitinn farinn að renna í stríðum straumum. Þvílíur hiti. Ég var mest hissa á því að standa uppi allan tímann. Sá þó e-n borinn út. Ekki allir jafn-hressir. En, jú, þetta var upplifun. Og bara öngvir flösuþeytarar nærri og vart þörf á eyrnatöppum! Franctic tic tic tic toc...

föstudagur, júlí 02, 2004

Where the hell have you been! We've been waiting with our best suits ooon...

(Echo and the Bunnymen í spilaranum)