Rembingur
Sat í gærkvöldi við sjónvarpið og heyrði þá auglýsingu frá Nóatúni þar sem þeir buðu mér að ,,verzla'' íslenzkar vörur á sérlega hagstæðu þjóðarrembings-verði á íslenskum dögum. (Ég fer líklega ekki alveg rétt með hér, man ekki nákvæmlega hvernig þetta var orðað eða hvar þjóðarrembingurinn kom inn í.) Ég get nú bara ekki setið á mér og ætla að vera með smá hreintungu-, málræktarrembing hérna: Mér finnst þessi verzlun ætti að ráða textahöfund fyrir auglýsingar sínar sem getur a.m.k. komið hlutunum rétt út úr sér. Við ,VERZLUM ekki vörur í Nóatúni eða neins annars staðar, við KAUPUM þær. En ég get vel verslað í búðum eða við kaupmennina og þá er ég nú yfirleitt að kaupa e-a vöru. Ég keypti mér t.d. buxur á föstudaginn var, en ég verzlaði þær ekki. Nei, nei.
Þurfti bara að koma þessu til skila, þótt það sé nú reyndar vita gagnslaust að tuða þetta hér.
Yfir bænum liggur svo svört þoka að varla sér milli húsa. Ég vissi að rjómablíðan myndi ekki endast. Vissiða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli