föstudagur, mars 19, 2004

Bretta upp ermarnar, taka sér tak og setja lífið á "hold"?


Já, ég vaknaði upp í morgun með þennan líka svakalega kvíða-hnút í maganum. Ástæðan var að öllum líkindum sú að mér hafði boðist að koma með í gönguskíðaferð upp á Fimmvörðuháls/Eyjafjallajökul og ég var búin að ákveða í gærkvöldi að fara. Það er bara ekki hægt að missa af svona tækifæri, sérstaklega þar sem lítil von er á skíðaferðum annars staðar en uppi á jökli. Nú. Ég áttaði mig sum sé í morgun. Alger fásinna að vera að hlaupa upp á fjöll, sér í lagi þar sem ákvað fyrr í mánuðinum að sleppa helgarferð til Gerðu í Árósum og tónleikum Einstürzende NeuBauten til að geta tekið mig á í greinalestri. Þetta er spurning um að taka sér tak, ganga í verkefni sem allt of lengi hefir setið á hakanum og njóta lífsins síðar. Bara nákvæmlega það sem stóð í stjörnuspá minni fyrir vikuna. Og hver segir svo að þessar spár séu tómt kjaftæði? Það er bara eins gott að mikið verði lesið um helgina. Yeah, on with the butter!

Það er allt útlit fyrir að ég fari ein á Pixies í maí (og e.t.v. Kraftwerk líka, ef ég verð svo heppin að fá miða). Á ég e-a vini sem ætla og ég fæ að fljóta með? Það væri nú mun skemmtilegra :-(

Engin ummæli: