Þar sem ég lá í sófanum á föstudagskvöld, alveg við það að gefast upp fyrir syfjunni, byrjaði myndin Donnie Darko. Og hvaða lag haldiði að þeir hafi valið í byrjun myndarinnar? Killing Moon. Mér fannst það alveg nógu góð ástæða til að sækja vökustaurana og horfa á alla myndina. Nú, næsta kvöld sýndu þeir High Fidelity (topp fimm). Og haldiði að þeir hafi ekki talað um lagið þar líka! Skrítið. Ætli ég taki e-ð sérstaklega eftir þessu af því það er í uppáhaldi? Veit ekki.
Ég er að sjálfsögðu búin að næla mér í miða á tvenna tónleika í maí, Kraftwerk og Pixies. Að því tilefni hefur Krafwerk-Computerwelt verið í spilaranum síðustu daga. Sökum leiðinda blankheita verð ég að bíða með að kaupa Tour-de-France diskinn þeirra.
Hjólaði í vinnuna í gærmorgun. Í Garðabænum brá mér heldur betur í brún þegar betri bremsan virkaði ekki. Vírinn í framhjólsbremsunni hafði tæst í sundur og hangir nú saman á bláþræði. Úúúú, ætli e-r sé að reyna að ráða mig af dögum? Þessi ferð var mér dýrkeypt því ég held að mér hafi líka tekist að gera gat á afturdekkið. Þar að auki tókst mér líka að ofteygja nárann og meiða mig í bakinu með rykkjunum og teygjunum í dansinum í gær svo ég var orðin ansi örg í gærkvöldi. Suma daga gengur bara allt á afturfótunum.
PS. Þetta er ömurlega leiðinlegt blogg, æi læt það samt fara...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli