mánudagur, maí 12, 2003

Kosningar, ósigur og sumarkoman


Já, á laugardagskvöldið hitti ég Stínu og Pálma, Jón Loga og Óla Rögg. (sem var í heimsókn hjá þeim um helgina) niðrí í bæ og tók strætó með þeim á Väktargötuna í grill- og kosningapartý til Sigrúnar og Snævars sem eru í námi hér. Þar voru líka Arna og Karvel, vinir þeirra. (E-r myndir er að finna hjá Stínu...) Snævar náði sjónvarpsútsendingunni í gegnum ferðatölvuna sína svo við gátum fylgst með. Reyndar fór það nú svo að við Stína sofnuðum báðar í sætum okkar um tólf-leytið (gríðarlega hressar, sko) og við gáfumst upp og fórum heim líklega að verða hálf-tvö. Þá vorum við búin að sjá fyrstu tölur. Ég hjólaði svo neðan úr bæ og ákvað að prófa nýja leið. Hmmm, ekki mjög sniðugt í myrkri, klukkan tvö að næturlagi... Ekki það að það hafi verið e-r hætta á ferðinni, nei, mér tókst bara að villast aðeins en það var svo sem allt í lagi því ég var með hjólakort á mér.

Í gær var hlýrra en á laugardaginn. Ég fór því niðrí skóla og settist út í garð með inversjón-bókina og las í þessu líka fína veðri. Um fjögur var svo tími til að horfa á úrslitaleikinn í íshokkí. Úff, leikurinn var þokkalega spennandi. Ég var orðin alveg handviss að Svíar ætluðu að hafa þetta. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2-2 og leikurinn því framlengdur. Þá tókst Kanadamönnum að skora sigurmark sitt, en það tók dómarana fimm mínútur að ákveða hvort um mark væri að ræða eður ei, þvi það sást eiginlega alls ekki á myndum hvort pökkurinn hefði komist inn fyrir línuna. Grey markvörðurinn var alveg miður sín og ég held bara hann hafi farið að skæla. Jæja, nóg það...

Laust kennir inversjónina á fljúgandi ferð. Við Stína erum orðnar þokkalega stressaðar. En við tókum skurk núna áðan og byrjuðum á fyrsta verkefninu. Þokkalega verð ég að vera dugleg að lesa næstu vikur. Svo kvartar Laust undan dræmum undirtektum í tímum þegar hann spyr spurninga. Ég held hann sé nú ekkert sérlega ánægður með okkur...

Engin ummæli: