föstudagur, maí 16, 2003

Þjófar á ferð


Í gærkvöldi ætlaði ég mér að klára fyrsta heimaverkefnið í Inversion-kúrsinum. Svo ætlaði ég að fara heim og elda mér mat því ég var orðin ansi svöng um 6-leytið. Ég komst hins vegar ekki heim fyrr en um miðnætti, þar sem það tók "aðeins" lengri tíma að klára en ég hafði áætlað. Ég var orðin þreytt og enn svangari. Það var fallegt veður og tunglskin. En haldiði ekki að e-nhver helv.... dóni hafi verið búinn að stela ljósinu af hjólinu mínu. Arrrrrrrg, pirrrrrripirrrrr, meira ARRRRRRG. Ég var kannski asni að taka það ekki af, en ég meina, hver nennir því nú í hvert einasta skipti, ha? Ég fór því og keypti mér annað áðan, mun ódýrara og ómerkilegra því ég ætla ekki að láta taka mig ljóslausa (þeir sekta hérna).

Annars er planið að fara til Stínu og Pálma í kvöld og drekkja þar sorgum mínum. Litla systir Stínu er í heimsókn og Pálmi á afmæli á morgun, þjóðhátíðardagur Norðmanna líka, svo það er næg ástæða til hátiðarhalda. Þangað til verð ég að vera ROSALEGA dugleg að lesa. Það þarf kraftaverk til að ég nái þessum kúrs. A.m.k. mikla elju og dugnað.

Engin ummæli: