sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páska


Ég vaknaði snemma í morgun við dynk. Eftir smá stund áttaði ég mig á því að lampinn hafði dottið á skrifborðið. Ég ákvað að drífa mig á fætur. Í stað þess að fara í morgunmessu, eins og venjan er á páskadagsmorgni, átti ég andaktuga stund með Nick Cave (No more shall we part) og elastískum bylgjujöfnum. Ég átti heldur ekkert páskaegg. Kalla hugkvæmdist ekki að færa mér eitt slíkt þegar hann kom í heimsókn um daginn. Ekkert súkkulaði og enginn málsháttur. En ég get svo sem getið mér til um hvaða málshátt ég hefði fengið:


Margur verður af lestri leiður

eða


Margur verður af lestri lærður.

eða eitthvað í þá áttina. Í kvöld fer ég svo í mat til Kristínar og Pálma. Annars er ansi tómlegt hér á ganginum núna. Allir Svíarnir heima í foreldrahúsum um páskana, og bara við skiptinemarnir eftir.

Engin ummæli: