Dagbók eilífðarstúdents sem býr í Reykjavík og þykir alltof gaman að prjóna en slugsar við rigerðasmíð!
mánudagur, september 18, 2006
Huhh, svo gleymi ég að minnast á Nick Cave! Við fórum sum sé öll saman, fjölskyldan að bera ofurtöffarann augum. Sátum uppi í stúku. Ég var bara frekar ánægð með tónleikana, þótt ég sé reyndar svolítið sammála Hjörleifi með það að það hefði stundum verið skemmtilegra að heyra meiri melódíu frá píanóinu og minna glamur. En Nick tók óskalagið mitt, þótt ég hafi ekki æpt það yfir skrílinn: Rock of Gibraltar. Og gerði það stórvel;-) Ég var reyndar líka að vonast eftir Henry's Dream. En hva, það er víst ekki hægt að fá allt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli