Sólin skín
Já, sólin hamast við að skína, vorið hefur hafið innreið sína til Uppsala, sem og annars staðar, geri ég ráð fyrir. Ég reyni að pína mig til að lesa. Einbeitingin er svona svona, kannski allt í lagi í dag en ég les allt of hægt. Ég er því orðin svolítið (mikið) stressuð og hyggst gera smá lestraráætlun í dag. Hræddust er ég þó um að ég nái ekki að skrifa staf í ritgerðinni. Hmmmm.
Ég tók þá ákvörðun að nota síðustu dagana mína hér úti til að skoða mig um. Ég náði í flugmiða með IE á feykigóðu verði og býð því Böðvarimínum hingað í fjóra daga. Við fljúgum svo heim sama dag, en með sitthvorri vélinni. Svolítið leiðinlegt, en það eru aðeins 40 mínútur á milli flugvélanna. Ég gerði gott betur, og pantaði siglingu fyrir okkur á helmingsafslætti til Tallinar! Við munum því eyða tveimur kvöldum/nóttum á dalli á Eystrasaltinu, og höfum svo tæpan dag til að skoða okkur um í borginni! Ooooo, ég er farin að hlakka til.
Helst þyrfti ég þó að komast líka í heimsókn til Siggu Sifjar í Helsinki. Og plana e-ð sniðugt með mömmu, sem kemur hingað fjögurra daga heimsókn í byrjun maí. Það er því nóg að gera.
Ég sakna samt sumra heima alveg óskaplega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli