föstudagur, apríl 28, 2006

Eldhús í spariklæðunum


Í dag rignir. Mér sýndust trén rétt vera að taka við sér í vætunni.

Minn elskulegi bróðir gerði mér þann greiða að taka fáeinar myndir um páskana af eldhúsinu mínu. Ég setti þær inn hér.

Ég vildi hafa sem mest hvítt og málaði því veggi hvíta og lakkaði innréttinguna einnig í þeim lit. Svo hafði ég keypt þessar möttu, svörtu flísar fyrir rúmu ári síðan (þær biðu aðeins of lengi undir rúmi...) og ég ætla mér að flísaleggja gólfið, og ganginn líka, með grásvartri, mattri skífu, þ.e.a.s. þegar ég hef ráð á. Í þriðja lagi vildi ég burstað stál (háfurinn, aukahlutir) en til að lokaútkoman yrði ekki allt of kuldaleg ákvað ég að hafa viðarplötu á eldhúsbekknum og velja límónugrænt sem aukalit (fyrir aukahluti). Það er auðvelt að skipta honum út.

Jæja, hvernig líst ykkur svo á?
Til samanburðar getið þið hér séð e-r myndir daginn sem ég tók við íbúðinni: Grænt og gult, sjá myndir 4 og 11-15.

Engin ummæli: