Unaðsstundir í eldhúsinu?
Nei, ekki alveg. Þótt ég dvelji þar löngum þessa dagana. Ég tók mig nefnilega til síðustu helgi og málaði loks eldhúsið hvítt. Eftir þrjár umferðir á loft og veggi var ég komin í framkvæmda gír og ákvað að pússa aðeins yfir gluggann og lakka. Og taka innréttinguna í gegn líka. Ég tók mér frí frá vinnu í gær og sat við að pússa skúffurnar og grunna. Ég er líka byrjuð á að pússa upp skápahurðirnar. Þetta er ansi mikil vinna og nokkuð ljóst hvað helgin mun fara í;-) Ég keypti flísar fyrir ári síðan (já!!!) og fæ pabba til að hjálpa mér að flísaleggja þegar innréttingin verður orðin klár. Mig dreymir líka um að flísaleggja gólfið hið fyrsta, þar sem línoleum dúkurinn á eldhúsinu er svo skelfilega slitin að hann virðist alltaf vera skítugur. Ég er líka búin að sletta vel af málningu og lakki á hann. Er spennt að klára því á meðan framkvæmdunum stendur er allt í drasli inni í stofu. Ég þoli ekki óreiðu. Ordnung, Danke schön.
Fréttir af hannyrðum. Er nú búin að prjóna tvenna sokka fyrir stúlkurnar tvær sem fæddust í janúar. Í gærkvöld byrjaði ég svo á gulri húfu fyrir júníbarnið. Sum sé, allt á fullu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli