Prjónamanía
Halló, halló. Still alive and kicking!
Gleðilegt nýtt ár, kæru vinir/lesendur. Ég hef það bara ágætt, mig hrjáir helst óskapleg rit-leti, hef ekki nennt að skrifa hér staf (né í "ritgerð" minni) í mánuð. Skammdegið hefur farið soldið illa í mig þetta árið. Ferðin til San Fran var fín fyrir lundina, en ég hefði helst þurft að halda áfram suður á bógin og vera e-s staðar í sólinni fram yfir áramót. Það er komin svolítil snjóföl hérna núna, svo það hefur birt dulítið til.
Í vinnunni er ég að reyna að kreista út úr mér skýrslu um efni sem ég hef verið að vinna að í desember. Er líka að skipuleggja stórmáltíð fyrir hátíðarfund Bjórvinafélagsins á föstudag. Fer í Fjarðarkaup á morgun og kaupi sex læri sem ég pantaði í dag! Hvað ætli þurfi marga bolla af hrísgrjónum fyrir 30 manns:-?
Er líka haldin prjónamaníu um þessar mundir. Er með hitt og þetta í gangi, var að byrja á peysu fyrir mater, sem mér finnst ekki alltof skemmtilegt að prjóna, keypti því efni í húfu fyrir frænku mína sem ég prjónaði í fyrrakvöld og gærkvöld, en leist ekkert alltof vel á svo ég rakti hana upp. Er hins vegar komin með stórfína hugmynd að jólagjöfum og langar til að hrinda henni strax í framkvæmd. Langar líka að byrja á vesti á sjálfa mig núna strax. Var svo að klára þessa sokka, sem eru á myndinni hér að neðan, og var byrjuð á peysunni við... Sum sé, nóg að gera, en hef lítinn tíma fyrir nokkuð annað en prjónaskap!;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli