sunnudagur, nóvember 14, 2004

meira sjósund


Langt er síðan síðast. Ég held að þessi síða sé svona smám saman að lognast út af. Ég hefi verið æ latari að skrifa um það sem á daga mína drífur.
Varð þó að monta mig smá. :-) Þar sem ég stóð dauðleið í Öskju að kynna verkefni mitt í nær mannlausu húsi á föstudaginn var, fékk ég símtal. Forsprakki sjósundfélagsins bað mig um að taka þátt í Bessastaða-boðsundi á laugardag, sum sé í gær. Hmmm. Ég var nú ekkert sérlega spennt. Komið fram í nóvember, soldið farið að kólna...
Það varð þó úr að ég dreif mig. Og sé ekki eftir því. Hver synti 5-7 mínútur í 4,2 stiga köldum sjónum. Skalf ógurlega í bátun að loknu sundi og á leið í land. Fékk þó í mig hita í sturtunni og af teinu og rjómapönnsunum hjá Dorrit og Ólafi. Reyni að finna myndir e-s staðar af þessu þrekvirki, annars var þetta allt saman myndað alla leiðina, jiii, hver veit nema búin verði til mynd...

Engin ummæli: