fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Bloti


Enn einn rigningardagurinn. Enn snjórinn er óðum að hverfa. Fegin er ég. Þoli ekki slabb. Vil annaðhvort snjó eða ekki. Óþalandi að vera á ferðinni gangandi í svona drullufærð, bílarnir ausa yfir mann hroðanum.


Ég sá Bridget Jones-The edge of reason um daginn. HúnBridget er engri lík. Ég veltist um af hlátri. Þótti þó mest vænt um að heyra að hægt er að finna sanna hamingju þótt rassinn á konu sé á stærð við tvo keilubolta. Þvílíkur léttir;-o


Haustráðstefna Jarðfræðafélagsins var í gær, efnið var hafsbotnsrannsóknir á landgrunni Íslands. Fór og kíkti á fyrirlestrana, þótt ég hefði ekkert fram að færa. Langflestir voru áhugaverðir og skemmtilegir, vel unnir, fallegar myndir. Sáum líka neðansjávarkvikmynd af hverastrýtum í Eyjafirði.


Og að lokum, America's next top model! Ja hérna hér, og Yoanna vann! Ég er dulítið hissa. Var orðin nokkuð viss um að Shandy myndi vinna, þá hefði þetta nú orðið ekta Öskubuskusaga. En Yoanna átti þetta nú sosum skilið. Eða hvað finnst ykkur?

Engin ummæli: