þriðjudagur, október 12, 2004

Of mikið stress


Já. Ég er æði stressuð þessa dagana. Svo stressuð að ég borða allt of mikið af drasli og sætindum og fæ ógeð, en mjög tímabundið þó. Og ég hugsaði alvarlega um það í gærkvöldi, þegar ég var á leið heim gangandi, hvort það væri ekki bara sniðug hugmynd að byrja að reykja! Ég gæti þannig vonandi bælt fíkn mína í sælgæti og minnkað líkurnar á því að ég verði orðin fituhjassi í lok mánaðarins. Oooo, grönn og fín með rauðar neglur, munnstykki og mjóar sígarettur og ekkert súkkulaði. Hmmmm. Er þetta nokkuð svo galin hugmynd. Ööööö, eða er ég að missa vitið:-? (Ætti líklega frekar að drífa mig optar í leikfimi...)

Engin ummæli: