Dauð???
Nei, ég er ekki dauð, enn. Er bara á kafi í vinnu og skólaverkefnum og upptekin af skjálfri mér. Er loksins að hökta í gang eptir allt of mikið slugs og hangs (en á sosum sínar skýringar) og reyni nú að taka mig á í lestri.
Skilaði fyrsta reikniverkefninu í verkfræðinámskeiðinu á mánudag. Það var reyndar gaman að komast að því að þessi kúrs er bara alls ekkert leiðinlegur. Ég var bara búin að ákveða það strax og ég skráði mig í námskeiðið að þetta væri óskaplega leiðinlegt, óskiljanlegt og erfitt, ekki alveg rétta hugarfarið. En það er líka slæmt að vera strax orðin langt eftir á, ekki búin að skila neinum heimadæmum, en, reyni að halda þetta út.
Þarf líka að skila sourc-spectra greinargerð sem fyrst (eiginlega í gær) og sat hér fram á kvöld í gær við lestur.
Ég leyfi mér þó að renna heim sum kvöld og kíkja á uppáhalds-sjónvarpsþættina, svo ég klári nú e-n tíma peysuna á barnið sem þegar er fætt. Það væri hálf-neyðarlegt að senda of litla peysu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli