þriðjudagur, júní 22, 2004

Gæti ekki verið betra


Ummm, dásamlegt að vakna aftur í morgun í svona fallegu veðri, gæti ekki verið betra hér. Eftir
annasama viku og helgi
og átján tíma setu í vinnunni á sunnudag sló ég gærdeginum upp í hálfgert kæruleysi. Eftir hádegisleikfimi baðaði ég mig í túrkísbláu
bikini í sundlauginni og sólinni í góðan tíma. Það var fullt af ástföngnum pörum í lauginni og allar stelpur í bikini. Fór svo í klippingu eftir vinnu því ég orðin e-ð
svo ægilega tuskuleg. Er í svakafínu sumarskapi í dag og hengdi í mig
eyrnalokka í morgun, og tók fram táhring og ökklaband, ljósar kvartbuxur og nýja sumarsandala. Gærdagurinn var víst sá heitasti í Reykjavík síðastliðin tvö ár,
mér sýnist dagurinn í dag ekkert ætla að verða síðri. Svolítið fúlt að þurfa að sitja inni og pikka og handvista Mýrdalsjökulsskjálfta á svona degi.
Hmmm. Jú, annars, gæti verið svolítið betra...

Engin ummæli: