miðvikudagur, júní 30, 2004

Hafiði áhuga á jarðskjálftavirkni? Hmm. Þá getið þið fengið nasaþef af því sem ég er að dunda mér við í vinnunni: Norðurland.
Jahh, bara svona af því að ég er svo oft spurð að því hvort ég lesi veðrið...
Annars bara Gurkezeit: Barasta ekkert að gerast!

mánudagur, júní 28, 2004

Æ, er í einhverju leiðindar "ef-ég-væri-mjórri-væri-allt-miklu-betra"-skapi í dag. Hmmmm.
Við Þorsteinn drifum okkur aftur í fjallgöngu í gær og í þetta sinn gengum við á Esjuna að norðanverðu, á Tindstaðahnúk. Það blés ansi hressilega á okkur uppi, en útsýnið var frábært.

Það var nú lítið mál að ná í miða á laugardaginn. Mætti þarna í Kringluna hálftíma fyrir opnun og röðin var alls ekki löng. Ég á nú miða á A-svæði á tónleika á sunnudaginn næsta og nú er eins
gott að muna eftir eyrnatöppum og vona að ég verði ekki troðin undir í öllum æsingnum.

laugardagur, júní 26, 2004

Jú, þetta reddaðist auðvitað. Fasteignamatið lét mig fá blessað vottorðið, enda gat hitt varla staðist.
Er vöknuð eldsnemma á laugardagsmorgni, ætti ég að hafa mig út í fárviðrið sem á að skella á? Norpa í biðröð með hinum unglingunum til að fá miða á Metallicu? Uhh, ekki sérlega heillandi tilhugsun...

miðvikudagur, júní 23, 2004

Hmm, ljósi punkturinn í tilverunni núna er sá að málararnir eru nú loks að taka saman pallana og flytja sig á hina hlið hússins og hætta að þramma hér fram og til
baka fram hjá glugganum. Dökki punkturinn er sá að ég er aumingi sem á öngvan pening og fæ ekki íbúðavottorð (vottorð upp á að ég hafi ekki átt húsnæði) þótt ég
hafi aldrei átt neitt!!!! Argsiargsiarghhhhhhhh. Og góða skapið er fokið út í rassgat!
Og mig langar líka svolítið á Metallicu-tónleika en auðvitað er löngu orðið uppselt. Æ, en hvað er sosum gaman að kremjast milli vibba-sveittra unglingsstráka? Huhhh...

þriðjudagur, júní 22, 2004

Gæti ekki verið betra


Ummm, dásamlegt að vakna aftur í morgun í svona fallegu veðri, gæti ekki verið betra hér. Eftir
annasama viku og helgi
og átján tíma setu í vinnunni á sunnudag sló ég gærdeginum upp í hálfgert kæruleysi. Eftir hádegisleikfimi baðaði ég mig í túrkísbláu
bikini í sundlauginni og sólinni í góðan tíma. Það var fullt af ástföngnum pörum í lauginni og allar stelpur í bikini. Fór svo í klippingu eftir vinnu því ég orðin e-ð
svo ægilega tuskuleg. Er í svakafínu sumarskapi í dag og hengdi í mig
eyrnalokka í morgun, og tók fram táhring og ökklaband, ljósar kvartbuxur og nýja sumarsandala. Gærdagurinn var víst sá heitasti í Reykjavík síðastliðin tvö ár,
mér sýnist dagurinn í dag ekkert ætla að verða síðri. Svolítið fúlt að þurfa að sitja inni og pikka og handvista Mýrdalsjökulsskjálfta á svona degi.
Hmmm. Jú, annars, gæti verið svolítið betra...

þriðjudagur, júní 08, 2004

Kafnadi naestum thvi!!!


Hae ho aftur. Uff. Jeg er fegin ad vera enn a lifi. Hitabylgja hjer og rutuferdin langa var i dag. Ojjj og loftkaelingin ekki i lagi i rutunni. Mjer fannst jeg vera ad kafna mest alla leidina, thetta var eins og ad sitja i gufubadi i 7 og halfan klukkutima. Leid tho baerilega sidasta klukkutimann, enda adeins farin ad venjast hitanum. Hihi, fer aldrei i svona rutuferd aftur i Bretlandi, nei nei. Tek lestina thott hun sje helmingi dyrari. Skarra er thad nu. Nu. Svaekja i London. Okkur langadi badar helst strax heim i svalann. Sjerstaklega thegar vid komum a herbergid a hostelinu sem mamma hafdi pantad fyrir okkur a. Og nu aettu vinkonur minar ad vita ad jeg er nu engin pempia, von ymsu ur fjallaferdum og svona. En thetta. Uffffff. Fangakoja i half-subbulegu herbergi, enginn rumbotn, bara gormar svo rassinn sigur e-t nidur til andskotans (afsakid ordbragdid...) og vaskur i einu horninu litid bord og skitugur stoll. Engir snagar, ekkert til ad hengja neitt a. sturta og klosett a ganginum. Thurfti ad bregda mjer stutt thangad inn eftir svitabadid i dag. Meira ufffff. Mikil klorlykt inni. Og adur en jeg komst ur fotunum fyrir sturtuna var mig halfpartinn farid ad svida i halsinn af klornum. Fylltist allt i einu mikilli skelfingu, rjett ljet renna a mig og ut. Sa fyrir mjer ad jeg myndi lida tharna ut af og jeg veit ekki hvad. Hihihi, thad er tho netadgangur hjer, en til ad toppa allt saman er alveg jafn-heitt hjer inni i tolvuherberginu og i rutunni i dag. Thetta er nu bara farid ad verda meira en litid fyndid allt saman:-)
Oxford street a morgun og e-r sofn. Svo heim heim heim i dasamlega islenska sumarid og... viiiiii (rokid).

mánudagur, júní 07, 2004

A ferd og flugi um Lake District


Hae aftur. Komin i stutt samband a fancy mint-cafe i Kendal. Er buin ad vera ad thvaelast um Lake District sidustu daga. Eftir rutuferdina longu sidasta fimmtudag (i allt 12 timar fra Canterbury, og thar af tveggja tima seinkun... bresk stundvisi!) gistum vid tvaer naetur hjer i Kendal. Tokum svo rutu a laugardag nordur til Windermere, sem liggur vid samnefnt vatn, hid staersta i Englandi. Tokum svo steam boat sama dag ad nordurenda vatnsins ad litla baenum Ambleside. Gistum thar i tvaer naetur, forum i sma fjallgongu, rolt og rolegheit. Forum thadan i morgun nordur ad skoda fleiri smabaei, Grasmere, Keswick, og aftur til baka til Kendal. Jeg var svo oheppin ad smitast af halspest af mommu svo jeg er e-d slopp i dag. Jeg er bara eiginlega farin ad hlakka til ad komast heim, thott hjer sje nu alveg yndislegt. Finasta vedur, sol og hiti. A morgun tekur vid long rutuferd sudur til London, thar sem vid stoppum i tvaer naetur adur en vid tokum flugid heim. Kemst thvi midur ekkert til Glasgow i thetta skiptid. Var ad hugsa um ad stelast fra mommu i Lake District. Lagdi svo ekki i fleiri langar buss-ferdir... Glasgow verdur ad bida betri tima:-(

þriðjudagur, júní 01, 2004

Cream tea


I gaer forum vid a thetta dasamlega gamla tehus,
The moat tearooms. Thar er bodid upp a traditional cream tea, sem er te borid fram med skonsu med sultu og mikid theyttum rjoma, mjog gomsaett. Fjekk lika cucomber sandwich (eind og Algernon i The important of being Earnest var svo hrifin af) og kaffikoku. Kom ut vel sodd og anaegd, uhhh eins gott ad vera ekki a neinum strongum kolvetniskur...
I kvold er kvedjuparty mommu. Vona ad jeg thurfi ekki ad vera med neina danskennslu i kvold, ummm. Kannski vissara ad kaupa nog af Murphy's!!!