mánudagur, maí 03, 2004

-halló, er búin að skrifa færsluna tvisvar og alltaf tapast hún. Argghhh
prump blogger.
Reyni í þriðja sinn á eftir...

Afmælismánuður


Já, upp er runninn afmælismánuður fjölskyldunnar. Í dag hefði Hjalti langafi átt afmæli. Minn dagur (og Beckhams!) var í hins vegar í gær. Ég þakka fyrir góðar kveðjur, tölvuskeyti og SMS héðan og þaðan: Reykjavík, Ulvik-Noregi, Berlín, Canterbury, Glasgow, Árósum-Danmörku. Já, vinirnir og ættingjarnir úti um allar trissur.
Ég bakaði tvær kökur á laugardagsköld. Önnur var voða létt (úr að megninu til úr léttjógúrt, kókosmjöli, möndlum og ferskum jarðarberjum), hin aðeins þéttari. Stelpurnar komu í hádegiskaffi og færðu mér hitabrúsa svo ekki þurfi ég neitt að vola af kulda þótt ég sé ein og karlmannslaus á gönguferðum mínum hér eftir, hehe. BroþarogSara og mamma gáfu mér frábæra tónlist: Radiohead-Hail to the Thief, Echo and the Bunnymen-best of, og Talking Heads. Fékk líka tvo höganesdiska, þríhyrnda, í safnið. Nú, var svo boðið í kvöldmat með annarri afmælisprinsessu og fór að lokum í bíó með bror.
Veislan hélt svo áfram í morgun því ég kom við á pósthúsinu og sótti tvö böggla á leiðinni í vinnuna. Fékk þessa líka æðislegu húfu og prinsessukisukort frá Árósum. Ú, varð eitt bros þegar ég tók upp upp pakkann, rauk beinustu leið inn á klósett og mátaði fyrir framan spegil. Bíð nú eftir leiðindakuldakasti svo ég geti spókað mig um með hana. Kærar þakkir. Hinn böggullin var frá Berlín. Sitthvað frá pabba. Býflugnavaxkerti og flauta um hálsinn. Hmm. Flautan kemur sér vel því bílflautan er enn í ólagi. Nú get ég bara skrúfað niður rúnuna og blásið hressilega í flautu á gamla mátann. Ætli mönnum bregði ekki?

Engin ummæli: