Stress, stress og meira stress
Ohhhh, ég er orðin frekar stressuð. Þarf að kynna niðurstöður/stöðu verkefnisins á fundi í lok mánaðarins, tala á ensku yfir vísindamönnum héðan og þaðan. Tvær ráðstefnur í apríl og kannski út í haust líka. Og á að vera búin með mest alla vinnuna og skila af mér niðurstöðum í sumar. Og þarf aldeilis að fara að herða róðurinn. Sj...!!! Af hverju í ósköpunum valdi ég mér starf þar sem ég þarf sífellt að vera að koma mér á framfæri og ota mér áfram? Ég er heimsins versti fyrirlesari og verð bara gríðarlega stressuð ef ég þarf að segja tíst fyrir framan hóp manns og ég veit ekki hvað. Lélegur nemandi og vísindamaður og langar bara að pakka saman núna og hætta við allt saman áður en ég geri mig að algeru fífli :-(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli