mánudagur, desember 15, 2003

Uppsalir


Kæru lesendur!

Þá er ég komin aftur til Uppsala. Eftir langa og ferð (hleðslutöf, ísingartöf, Óslóarstopp) lenti ég loksins á Arlanda flugvelli um rúmum klukkutíma á eftir áætlun. Tók lestina til Stokkhólms og hitti þar Stínu, Pálma, Jón Loga og Álfrúnu, og Helga, sem býr í Stokkhólmi. Ég læsti töskurnar inni í skáp og við röltum um borgina fram á kvöld.

Í gær var Stína búin að skipuleggja piparkökubakstur. Gömlu skólafélagar mínir, Jóhíris, Björn og Cedric komu í baksturinn. E-r stakk upp á að gera hús og það varð úr. Mjög skrautlegt lítið hús með jólatrám, jólaketti, hundi englum og meira að segja brunni fyrir framan húsið. Um kvöldið fór ég svo með fjölskyldunni á Lúsíutónleika í dómkirkjunni, Álfrún söng með einum kórnum þar. Kirkjan var troðfull og við sátum til hliðar við kórinn og sáum því varla neitt. En söngurinn var fallegur.

Er nú í heimsókn í Geocentrum. Cedric er búinn að bjóða mér að koma á fyrirlestur sem hann ætlar að halda á fimmtudaginn og seinna um daginn er jólahlaðborð, sem Stína á að sjá um, og ég mun verða sérlegur aðstoðarmaður hennar.

Bis dann.

Engin ummæli: