Jólahlaðborð, jólagjafir, jóla- jóla...
Ég held bara að jólahlaðborðið hafi tekist með miklum ágætum. A.m.k. var ekki annað að heyra á fólki. Við Stína og Mattías fórum í fyrradag í innkaupaferð, keyptum fullt af búsi og gosi og e-ð skraut líka. Það var nóg af öllu, mat og drykk, ég held menn hafi haldið veislu í dag líka, a.m.k. vorum við búin að fylla ísskápinn af afgöngum þegar við fórum í gærkvöldi. Enduðum sex saman á bar niðri í bæ. Prófuðum kokteilinn "Rauðu mylluna", og "snjóbolta" og komumst lika að því að fræga jafnan sem Einstein setti fram á sínum tíma er í raun uppskrift að drykk (já!), E=mc-í-öðru, og urðum auðvitað að prófa hann líka. Var ekki vitund eftir mig í dag og arkaði upp og niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í leit að jólagjöfum. Varð e-ð ágengt. Alls ekki búin þó, held samt að allt pláss í ferðatöskunni sé löngu upp urið, svo ég klára þetta bara heima. Einn dagur eftir í afslöppun og svo er friðurinn úti.
Bis dann, boys!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli