laugardagur, ágúst 23, 2003

Jarðskjálftar við Krísuvík og Kleifarvatn


Í morgun vaknaði ég seint og um síðir (þ.e. um níu leytið) og þrammaði með Týru út í bakarí. Síðan var ryksugunni sigað á teppið. Þegar ég var nærri búin hringdi mamma og sagði mér að hún hefði vaknað upp í nótt við jarðskjálfta. Sjálf svaf ég á mitt græna. Hafði verið í grillpartýi hér við Veðurstofuna í góða veðrinu til klukkan 10 í gærkvöldi (garðfundur Bjórvinafélagsins). Er komin í vinnuna. Það er nóg að gera. Kortið er ansi fjörugt. Kíkið á sjálfvirku staðsetningarnar. Stærsti skjálftinn var rúmlega fimm, 7 mínútum síðar kom annar tæplega 4, kl 02:14 2,8, 02:22 annnar 2,8 o.s.frv. Meira síðar, ætti að fara að koma mér að verki.

Engin ummæli: