sunnudagur, ágúst 17, 2003

Enginn svefnfriður


Hæ, hó, fréttir af skjálftavaktinni...

Lítill svefnfriður þessa helgina. Var ræst út klukkan rúmlega fimm í gærmorgun. Og svo aftur að verða eitt í nótt, einmitt þegar ég var nýkomin upp í rúm og búin að koma mér þægilega fyrir með Harry Potter. Bara gagnavesen. Kom í nótt og reddaði málunum. Nú virðist ég ekki eiga að komast heim eða út í sólina vegna enn meira vesens. Ohhh. Tölvudruslur. Af hverju getur þetta ekki bara gengið eins og smurt?

Kíkti á menninguna í gær. Dansaði og söng með Stuðmönnum á útitónleikum Rásar 2. Frábær flugeldasýning í lokin. Komst svo að lokum í gegnum þvöguna að hjólinu mínu og brunaði heim og varð á undan þeim sem voru á bíl. Bara svona rétt að hita upp fyrir fyrirtækja keppnina í þessari viku. Allir á hjóli í vinnuna!!!!! Víiíí.

Engin ummæli: