Veggspjaldið
Hæ, hó. Er enn í vinnunni. Hvar annars staðar? Er að reyna að klára veggspjaldið. Er nú orðin reynslunni ríkari við notkun xfig. Verð kannski aðeins fljótari næst...
Annars tekur það ansi langan tíma hjá mér að berja saman e-n texta. Mér þykir æði erftitt að finna réttu orðin (eða bara e-r orð), orðaröð, hvað ég á að segja. Hvaða stafastærð... bla bla... Ætla núna að rembast við að fylla út i síðasta textaboxið.
Er orðin ægilega svöng. Fékk mér tebolla. Á bréfinu utan af pokanum stóð: Great things are made of little things. Bara nákvælega það sem ég er að gera núna. Sniðugt.
Meðan ég man. Fyrir þá sem lesa þetta, hafa unnið á Veðurstofunni og langar til að sjá myndir af fyrrverandi samstarfsmönnum sínum:
Myndir af bjórfundi...