mánudagur, febrúar 10, 2003

Es tut weh in meinem Bauch


Já, svei mér. Ég held ég sé að veikjast aftur og að þessu sinni af magakveisu. A.m.k. var ég komin með e-n sting í magann í gærkveldi og hann var ekki horfinn í morgun heldur ágerist hann. Ég þrauka samt enn í vinnunni en held ég sleppi hádegismatnum, fæ mér kannski kók.


Um helgina var mikið stússast. Á laugardaginn fórum við að skoða aftur möguleika á breytingum inni á baði. Ég hef verið að kvarta yfir því að þar sé ekkert skápapláss. Við erum að spá í að smíða e-ð sjálf og fórum og skoðuðum efni. Við eigum eftir að fara í fleiri verslanir og skoða úrvalið. Ég teiknaði upp í gær niðurröðunina. Flöturinn sem við höfum (að baðkerinu) er hér um bil ferningur, 1.67m x 1.67m. Þar á að rúmast klósett (ekki hægt að færa) vaskur og e-r skápur. Ég var búin að finna flotta litla innréttingu sem passaði vel inn í þetta litla pláss. Málið er bara að hún kostaði vel yfir 100.000 (með nýjum vaski) og mér finnst það nú heldur mikið!!!


Í gærkvöld fór ég svo í mat til mömmu og svo í saumaklúbb til Ellu. Í kvöld er svo SAUMA-klúbbur hjá mér með frænkum mínum. Ég er þegar búin að sauma 14 einingar af 110 í teppið. Það bætist e-ð við í kvöld. Þ.e.a.s. ef ekkert verður úr kveisunni.

Engin ummæli: