fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Fyrstu kynni af Uppsölum


Jaeja, tha er jeg komin til Uppsala. Jeg lenti rjett fyrir tolf a hadegi i gaer a Arlanda-flugvelli i glampandi sol og 6-stiga frosti. Jeg sa vel yfir Noreg og Svithjod ur flugvelinni, varla sky a himni thar. Kristin, Palmi (madurinn hennar) og Jon Logi (sonur, rumlega 2 ara) voru thar og jeg beid med theim thar til their fedgar thurftu ad fara i velina heim til Islands. Vid Stina erum thvi einar hjer i viku. Um helgina verdur stor handavinnusyning i Stokkholmi, allt um prjona og sauma, efni, garn, hönnun og thess hattar. Vid aetlum ad kikja annad hvort a sunnudag eda laugardag.

A morgun byrjar svo fyrri kursinn, Seismic Imaging. Annars verda i allt 10 fyrirlestrar, a manud. og midvikud. fra ruml niu fram ad hadegi. Thess a milli munum vid sitja sveittar vid laerdom og vinnu. Og vonandi fara e-d a skidi og gera e-d fleira skemmtilegt. Jeg er ekki komin med fastan samastad hjer enn, en adan hitti jeg strak hjer, Niklas, sem er einn af doktorsnemunum, og hann sagdi ad thad vaeri laust plass inni hja sjer. Svo thetta gaeti reddast. En tha a jeg lika eftir ad redda mjer tölvu. Jeg tok mina med en jeg tharf ad hafa Unix/Linux tölvu til ad geta unnid og gert heimaverkefnin min. Reyndar get jeg notad tölvurnar i tölvuverinu, hitt er bara thaegilegra, ad hafa tölvu a sama stad og madur er ad vinna a.

Jaeja, ég aetla ad fara ad gera e-d af viti, thad er kannski betra ad kíkja á efnid fyrir morgundaginn...

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Megametrar á sekúndu, viður og hillufestingar


Úffff, það var sko þokkalega hvasst þegar ég kom hérna út af Veðurstofunni í gær. Skv stöðvarritinu komst vindhraðinn upp ca. 27m/s í mestu hviðunum (10 vindstig gömul). Það er ekki skrítið að hjólið var næstum hrifsað af mér og ég átti bágt með að halda mér á göngustígnum og var orðin vot inn úr eftir nokkrar mínútur. Ég fæ samt alltaf svolítið "kikk" út úr því að berjast við svona brjálað veður. Finnst ég mikil hetja meðan aðrir kúra sig inn í bílunum sínum. -Ég býst þó við að ég myndi gera slíkt hið sama ef ég ætti einn!


Þegar ég komst heim dreif ég í því að skipta um föt og svo drifum við okkur (á bílnum auðvitað) enn eina ferðina í BYKO. Um þessar mundir hef ég afskaplega gaman af að fara í allar byggingarvöru og flísaverslanir og láta mig dreyma um ýmsar breytingar. Að þessu sinni vorum við að leita að heppilegu hilluefni og festingum. Ég fékk nefnilega leyfi fyrir því að setja upp einfalda hillu í eldhúsgluggann. Ég er að hugsa um að taka gardínurnar niður líka (svo að birtan flæði inn í rýmið, sko). Við fundum að rælni svolítið skemmtilega fjöl með berki á köntunum og misbreiða. Hún var í draslhrúgu og við fengum að taka hana með okkur. Keyptum svo lítið messing-vinkiljárn til að festa hana með og viðarolíu. Fjölin var hefluð í gærkvöldi og nú á bara eftir að pússa hana svolítð og bera viðarolíu á. Ég er spennt að sjá hvernig hún kemur út.

föstudagur, febrúar 14, 2003

Jahhá,
woodchuck
YOU ARE MARRIED TO A WoODCHUCK!!!


what's YOUR deepest secret?
brought to you by Quizilla

Megrun!!!


Ég þarf að fara í megrun. Í hádeginu í gær skrapp ég út í Kringlu (til að taka út pening svo ég gæti keypt matarmiða hér á VÍ). Ég stalst líka til að máta gallabuxur í einni búð. Ekki mjög uppörvandi sú ferð. Ég komst að því að ég er fituhlunkur og þarf að fara í megrun...

Eftir vinnu hjólaði ég í leikfimi eins og vanalega á fimmtudögum. Þegar ég kom inn í klefana til að skipta um föt sá ég stelpu sem ég kannast við úr Hafnarfirðinum og er á svipuðum aldri og ég. Ég tók eftir því í haust hvað hún var orðin skuggalega grönn. Nú sá ég það enn betur. Úfff, hún er langt leidd af anorexíu, ef hún væri 14 væri búið að leggja hana inn. Og hún á kærasta, skyldi hann ekkert taka eftir þessu? Það verður e-r að benda henni á hvað hún er að gera sér. Þetta er sko ekkert grín.

Ég fékk mér snúð í kaffinu í dag...

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Spá dagsins


Stjörnuspá dagsins fyrir nautin (Mogginn):

Þetta er góður tími til að hefja nám sem getur komið þér vel í starfi. Þú hefur hug á að læra nýja tækni eða auka þekkingu þína.

Hver sagði svo að stjörnuspár væru rugl?

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Gleymdi þessu áðan...
í gærkvöldi var saumaklúbbur og þá bætturst við, að ég held, 6 ferningar í teppið. Þá eru komnir 20 og bara 90 eftir.

Þá er það afgreitt...


Í dag er ég á bílnum. Ég ákvað nefnilega að drífa umsóknina mína inn á deildarskrifstofu í dag og koma henni frá áður en fleiri breytingar verða gerðar. Það kom nefnilega upp smá vesen í kringum verkefnið mitt. Í jarðvísindum hér á landi (sem og í öðrum vísindum) er alltaf hætta á því að menn rekist e-ð á aðra í rannsóknum sínum. Þá er bara um að gera að horfa á aðra hliðar á málinu, finna á því nýja fleti og reyna að bæta við það sem þegar er komið og reyna að styggja sem fæsta. En málið er frá og umslagið og pappírarnir farnir sína leið. Mér líst bara nokkuð vel á þetta allt saman. -Fyrir utan það að ég er auðvitað skíthrædd við að falla í öllu úti í Svíþjóð!

mánudagur, febrúar 10, 2003

Es tut weh in meinem Bauch


Já, svei mér. Ég held ég sé að veikjast aftur og að þessu sinni af magakveisu. A.m.k. var ég komin með e-n sting í magann í gærkveldi og hann var ekki horfinn í morgun heldur ágerist hann. Ég þrauka samt enn í vinnunni en held ég sleppi hádegismatnum, fæ mér kannski kók.


Um helgina var mikið stússast. Á laugardaginn fórum við að skoða aftur möguleika á breytingum inni á baði. Ég hef verið að kvarta yfir því að þar sé ekkert skápapláss. Við erum að spá í að smíða e-ð sjálf og fórum og skoðuðum efni. Við eigum eftir að fara í fleiri verslanir og skoða úrvalið. Ég teiknaði upp í gær niðurröðunina. Flöturinn sem við höfum (að baðkerinu) er hér um bil ferningur, 1.67m x 1.67m. Þar á að rúmast klósett (ekki hægt að færa) vaskur og e-r skápur. Ég var búin að finna flotta litla innréttingu sem passaði vel inn í þetta litla pláss. Málið er bara að hún kostaði vel yfir 100.000 (með nýjum vaski) og mér finnst það nú heldur mikið!!!


Í gærkvöld fór ég svo í mat til mömmu og svo í saumaklúbb til Ellu. Í kvöld er svo SAUMA-klúbbur hjá mér með frænkum mínum. Ég er þegar búin að sauma 14 einingar af 110 í teppið. Það bætist e-ð við í kvöld. Þ.e.a.s. ef ekkert verður úr kveisunni.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Á skjálftavakt


Þessa vikuna er ég á skjálftavaktinni með Kristínu Vogfjörð. Hún sér um að halda kerfinu gangandi, vefinn og slíkt en ég merki fyrstu komutíma bylgnanna sem koma inn, helst sem fyrst. Núna í hádeginu var hrina við Torfajökul. Í gær og í morgun var hrina við Grímsey. Kíkið á vikuyfirlitið.


Í gær ætlaði ég að hitta fjórar æskuvinkonur í Hafnarfirðinum. Ein kom ekki þvi kærastinn var með gubbupest, hún var líklega að veikjast líka, ein var með slæma lungnabólgu, en kom nú samt aðeins. Hinar tvær voru hraustar. Í kvöld ætla ég svo aftur suður í Hafnarfjörð og sauma með þremur frænkum mínum. Við erum nefnilega loksins búnar að stofna bútasaumaklúbb. Það er miklu skemmtilegra að vinna með öðrum. Ég er búin að vera þvílíkt dugleg um helgina að undirbúa mig. Ég keypti smá af efni í teppi og gat ekki setið á mér að byrja að sauma. Þetta átti upphaflega að vera veggteppi en ég er svona að gæla við þá hugmynd að gera það að rúmteppi. Ef það verður svo stórt fara í það 110 sinnum 8 bútar, þ.e. 880 bútar plús hitt (kantur, bak). Vá, það er nú svolítið mikið!!!