fimmtudagur, maí 29, 2008

Þarfagreining. Hvað er nú það? Nytjagreining, kröfugerðir, stýrivextir. Öll þessi 21. aldar orð. Öll e-ð svo ónýt og þarflaus fyrir mér. Eða hvað? Ég er eirðarlaus. Er að hugsa um að drífa mig í að gera þarfagreiningu. Gera lista yfir allt það sem ég þarf að gera í vinnunni. Skref fyrir skref. Og svo allt það sem mig langar til að prjóna. Hvað ætli listinn verði langur? Er það þarfagreining? Eða er þarflaust að prjóna?

Hjalti varð 15 mánaða gamall í gær. Hann er enn ekki farinn að ganga sjálfur, nema hann geti haldið sér í. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að vera úti og moka sand eða skoða e-ð nýtt úti í náttúrinni. Í gær tók hann í fyrsta skipti eftir býflugu, stórri, hlussu býflugu sem var að gæða sér á blómunum við sandkassann hans. Merkilegt að vera svona lítill og vera að uppgötva allt í fyrsta sinn!

Fyrir rétt rúmu ári síðan:

og um miðjan febrúar (ég er víst ekki nógu dugleg að uppfæra myndasíðuna mína!)


Já, tíminn flýgur.

Engin ummæli: