Hjalti varð 15 mánaða gamall í gær. Hann er enn ekki farinn að ganga sjálfur, nema hann geti haldið sér í. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að vera úti og moka sand eða skoða e-ð nýtt úti í náttúrinni. Í gær tók hann í fyrsta skipti eftir býflugu, stórri, hlussu býflugu sem var að gæða sér á blómunum við sandkassann hans. Merkilegt að vera svona lítill og vera að uppgötva allt í fyrsta sinn!
Fyrir rétt rúmu ári síðan:

og um miðjan febrúar (ég er víst ekki nógu dugleg að uppfæra myndasíðuna mína!)

Já, tíminn flýgur.