fimmtudagur, mars 31, 2005

FIAT LUX-FACTA EST LUX



Í fyrradag gerðist sá stórmerkilegi atburður að ég gat kveikt ljós frammi á gangi við íbúðina mína í fyrsta skipti síðan ég flutti inn... Rafmagnið var nú líka endanlega farið af öllum ganginum og dyrabjöllunum svo ástandið var orðið nokkuð slæmt. Eftir að hafa hringt tvisvar í gjaldkera húsfélagsins og bankað upp á hjá nágrönnum mínum sá ég að ástandið yrði óbreytt ef ég tæki ekki sjálf af skarið. Þegar rafvirkinn kom á staðinn kom í ljós að öryggin voru farin og rofarnir stóðu á sér. Ég hafði nú keypt mér brúsa af WD-40 um daginn, vitandi að hann myndi e-n tíma koma að góðum notum, og svo var spreyjað í rofana og ... VOLA! Þvílík gleði;-) Nú er næsta mál á dagskrá að kaupa ný ljósstæði, perur og öryggi og hóa fólki á húsfund. Meiri gleði...

Á meðan Árni rafvirki gerði krafptaverk á ganginum notaði húsmóðirin (jeje) á annari hæð til hægri tímann til að snyrta og beinhreinsa skötuselinn sem hún keypti á heimleiðinni. Hann var síðar um kvöldið matreiddur í indverskri sósu og Sigga Sif kom í mat, te og langt stelpuspjall. Það var voðavoða notalegt.

Framundan er kráarrölt Bjórvina á morgun. Þangað til ætla sumir að taka skurk í greinalestri eftir að hafa verið að leika sér í GMT í gær og dag. Afraksturinn er meiri þekking og tvær myndir í fyrirlesturinn þarnæsta laugardag. Ef ég verð voðavoða dugleg að lesa má ég fara á laugardag og kaupa mér liti og striga. Jibbííí, hlakka til. Er með stóran auðan vegg heima og nokkrar misgóðar hugmyndir sem mig langar að fara að hrinda í framkvæmd.

laugardagur, mars 26, 2005

Rétt'úr kútnum


Hmmm. Held ég sé svona hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að menn eigi að fara varlega í að treysta nokkrum nema sjálfum sér... Og sumt fólk er bara ekki þess virði að eyða á það orðum eða augnatilliti. Fusss.

Fór annars á frábæra tónleika í Fríkirkjunni í gærkvöld. Arnþrúður vinkona var að syngja, og reyndar margar aðrar gamlar kórvinkonur. Þetta voru lokatónleikar Blúshátíðar í Rvk og kirkjan smekkfull. Sungnir voru negrasálmar, kannaðist við marga þeirra, og með Kammerkórnum sungu Andra Gylfa og Deitra Farr (frááábær söngkona). Vaknaði upp í morgun í sófanum hjá mater, hálf-hugsandi og hálf-dreymandi um S-bylgju hraða í skorpunni og Qs-gildi. Jeminn, en spennandi. Er samviskan e-ð að naga mig?