Það er kalt og kólnar enn
Nú er frost á Fróni. mínus tíu til ellefur gráður á Celsíus í morgun. Skrítið, mér fannst ekkert svo kalt í morgun. Kannski af því að ég klæddi mig betur en venjulega. Vaknaði annars fyrir allar aldir í morgun, eða fyrir sjö. Hefði alls ekki þurft að stylla bæði vekjaraklukkuna og símann minn. Ég vildi bara vera komin mjög tímanlega til vinnu svo ég gæti farið snemma í dag. Það er nefnilega e-t óyndi í mér. Get ekki einbeitt mér að vinnunni og vil ekki þurfa hanga hér fram á kvöld. Auk þess á ég enn eftir að skúra mín gólf. Ég fékk nefnilega góða heimsókn í gærkvöld. Gerða Björk kom í te og við spjölluðum fram yfir miðnætti. Í fyrrakvöld hitti ég líka Stínu og Pálma og bar augum soninn unga Baldur (eða Balla bjútí:-) Alltaf gaman að hitta góða vini.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli