fimmtudagur, desember 23, 2004

Já, ég var svona að hugsa um jólin (erfitt að einbeita sér að vinnuni núna) og hefðir eftir að hafa lesið pistil Stellu um ekki-hefðir á sínu heimili. Ég held þær séu ekki margar hefðirnar núna, nema að borða hamborgarahrygg hjá mömmu á aðfangadagskvöld og hangikét hjá ömmu í hádeginu á jóladag. Ég man hvað það var notalegt að vakna snemma á jóladagsmorgun, á undan öllum öðrum, fara upp í stofu með góða jólabók og leggjast í sófann og maula hnetur við lesturinn. Drattast í föt ekki fyrr en langt var liðið að hádegi og rölta út með mömmu upp í kirkjugarð í daufri vetrarbirtunni og fá heitt súkkulaði og smákökur um kaffileytið. Liðin tíð. Úff. Nú fæ ég nostalgíukast...

Big tjáði mér á mánudag að gjöfin sem hann hefði pantað handa mér væri ekki komin. Hmmmm. Ætli ég fái þetta???. Nei, þetta var nú bara það fyrsta sem mér datt í hug;-) Hmmm.

Annars óskar Silla glens lesendum dagbókarinnar nær og fjær gleðilegra jóla.
Hilsen pilsen...


Það er kalt og kólnar enn


Nú er frost á Fróni. mínus tíu til ellefur gráður á Celsíus í morgun. Skrítið, mér fannst ekkert svo kalt í morgun. Kannski af því að ég klæddi mig betur en venjulega. Vaknaði annars fyrir allar aldir í morgun, eða fyrir sjö. Hefði alls ekki þurft að stylla bæði vekjaraklukkuna og símann minn. Ég vildi bara vera komin mjög tímanlega til vinnu svo ég gæti farið snemma í dag. Það er nefnilega e-t óyndi í mér. Get ekki einbeitt mér að vinnunni og vil ekki þurfa hanga hér fram á kvöld. Auk þess á ég enn eftir að skúra mín gólf. Ég fékk nefnilega góða heimsókn í gærkvöld. Gerða Björk kom í te og við spjölluðum fram yfir miðnætti. Í fyrrakvöld hitti ég líka Stínu og Pálma og bar augum soninn unga Baldur (eða Balla bjútí:-) Alltaf gaman að hitta góða vini.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Stysti dagur ársins


Í dag vóru sumarsólstöður kl 12:42. Nú fer dag að lengja aptur, ó hvílík gleði!!! Hér í höfuðborginni er rigningarsuddi og varla hefur birt að ráði í dag. Ég er nær búin með allt jólastúss, búin að póstleggja flest öll jólakort nema þau sem ég afhendi prívat og persónulega og bara eftir að pakka inn tveimur gjöfum og skúra mín gólf. Vona að strákstaulinn á móti mér sjái sóma sinn í því að skúra nú ganginn einu sinni, svona í tilefni jólanna. Annars mun hann fá fá viðurnefnið drulluhalinn, skömmin, ef hann nennir þvi ekki.

föstudagur, desember 17, 2004

Vesen!


Ég held það sé e-t vesen á öðrum íbúanum í kjallaranum. Í gær var hringt í mig frá innheimtu Orkuveitunnar til að reyna að hafa upp á manninum, sem ég hafði ekki séð í nokkra daga og pósturinn hans hafði ekki verið tekinn úr körfunni á ganginum. Í morgun vaknaði ég svo við rokktónlist upp úr sjö, heyrði er ég fór út að hún barst úr íbúð hans. Svo það er blessuðum drengnum að þakka að ég er mætt vel tímanlega í vinnuna:-)

Ég sótti Big (so-called-boyfriend ?) út á flugvöll í gærkvöldi. Maðurinn varð hissa, hélt ég væri kannski að sækja e-n annan!!! Uhhhhh. Ekki alveg rómantískasta móment. Held ég hafi hrætt úr honum líftóruna:-(. Kann ekki að haga mér rétt, læt hjartað of mikið ráða mínum gerðum, og það fer ekki alveg alltaf skynsamlegustu leiðina. Æææ.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Nýtt met og bráðnauðsynleg stígvél


Er ekki kominn tími til að láta aðeins í sér heyra?
Stranglers tónleikarnir voru ekki af verri endanum. Dró mater með mér. Stóð uppi við sviðið og dillaði mér og hnykkti haus í takt við tónlist Fræbblanna og Stranglers. Mater var líka í sjöunda himni eptir herlegheitin, sá mest eptir að hafa ekki verið niðri við sviðið með mér...

Ég sló nýtt met um helgina. Reyndar er það ekki neitt til að vera stolt af, en met engu að síður. Mér tókst sum sé að sofa fram að/yfir hádegi þrjá daga í röð og minnist ég þessa ekki að þetta hafi nokkru sinni gerst á minni aumu ævi, svo morgunhress sem ég optast er. Hmmmm. Og hvernig fór ég að þessu? Seint að sofa á föstudag. Vaknaði fimm til að skutla kærasta (???) á Umferðarmiðstöðina. Fór auðvitað beint heim í bólið og drattaðist ekki fram úr fyrr en rúmlega eitt. Úff. Átti ljúfan dag á Laugaveginum með mater í jólagjafaleit. Kíktum á kaffihús og ég fékk þetta líka dásamlega græna-mangóte og gúmmulaði, dökka súkkulaðiköku. Við fundum frábær stígvél og föt á mater. Ég kolféll líka fyrir æðislegum svörtum stígvélum (ást við fyrstu mátun!!!) og hafði náttúrulega ekki efni á þeim en keypti samt í jólagjöf frá mér til mín (jú ef kona hugsar ekki um sjálfa sig, hver á þá að gera það?). Kvöldið endaði á árshátíð Sjósundfélagsins, afar rólegu kaffiboði í Grafarvoginum, og hálftíma dansi á Thorvaldsen með Pétri presti og formanni félagsins. Spaugilegt:-) Nú, eftir allt þetta erfiði svaf mín til hádegis og drattaðist aptur í bæinn. Daginn eftir, á mánudegi gat ég með öngvu móti haft mig fram úr, fannst ég óendanlega syfjuð og þreytt og ákvað að ég hlyti að vera veik. Svaf til hádegis. Held að þráláta þriggja vikna kvefið hafi hér haft e-ð að segja, plús kvefið sem ég fékk ofan í það um helgina. Vona að það rjátli af fyrir jólin svo frekari met af þessu tagi verði ekki slegin þetta árið.

föstudagur, desember 03, 2004

Stranglers


Mig langar á Stranglers tónleika á morgun en hefi öngvan til að fara með. Hver og hver og vill?

miðvikudagur, desember 01, 2004

Viðburðarík helgi


Síðasta helgi var gríðarlega pródúktíf. Gerði sitt lítið af hvoru, að skemmta mér og vera myndarleg heima fyrir.
Á föstudagskvöldið síðastliðið fóru nokkrir af bjórfundi út að borða. Hmmm, nokkrir er kannski of djúpt í árina tekið, vórum aðeins fjögur, ég sumsé og þrír karlmenn (vúhúúú). Fórum á Indókína á Laugavegi. Sá fyrsti heltist úr lestinni þar eptir matinn. Ég og drengirnir skunduðum síðan á Grand Rokk og ég fékk þar einn kvartlítra af Stout-Murphy's. Gafst upp klukkan tólf og skundaði heim. Mér varð ekki svefnsamt fyrir háls-kitli (e-r kvefdrulla niðrí berkju) og reyndi að fá mér þrjá tebolla til að minnka pirringinn. Það sló ekki nógu vel á hostann og ég þurfti jafnframt að fara trekk í trekk á klóið til að skila af mér öllu vatninu! Reyndi þá púrtvín. Tvö lítil staup. Varla nógu sterkt. Ég held ég hafi rétt blundað milli sex og sjö frammi í stofu. Tók þá til við að þvo á mér hárið, þrífa klósettið, fékk mér loks teskeið af tabaskó sósu og skreiddist inn í rúm um átta-leytið. Gríðarlega skemmtileg nótt!!!

Á laugardagskvöld var mér boðið í mat. Skemmtilegt fólk og ég komst að því að annar gestgjafanna er svona hálf-partinn stjúpbróðir vinar bróður míns. Maður þessi hefur studerað japönsku, og varð eiginlega óbeint valdur að því að ég er nu með japanskt tattú á framhandlegg (japönsku áhugann fékk Þorsteinn bróðir að ég held hjá honum, stakk svo síðar upp á tattúveringunni...). Hlustuðum á Cave og drukkum rauðvín/koníak/viskí...

Ég var samt það brött á sunnudag að ég fór í leiðangur með mater og fann bæði flísar og parket sem mig langar í í Byko, keypti ruslagrind í eldhúsið og mottu í svefnherbergið. Við mater boruðum síðan fyrir ruslakörfunni og mynd inni í svefnherbergi, sem ég hefi dregið að setja upp í heila tvo mánuði.

Gerði smá tilraun í eldhúsinu í gærkvöld. Bauð gesti í mat og eldaði skötusel í vínberja-kókossósu. Ohhh. namminamm. Skildi helminginn af fiskinum eftir en held ég drífi mig í að elda úr afganginum fyrir mig á eftir.

Hmmm. Það eru ekki nema tuttugu dagar í að daginn fari að lengja aptur. Furðulegt. Ég hefi ekki fundið svo fyrir skammdeginu síðan í október, fyrr en í dag. Veit ekki af hverju. Og þó. En það er stutt eftir. Tíminn fram að jólum á eftir að fljúga áfram. Er farin að hlakka mikið til að hitta vini sem koma heim að utan um jólin...