Enn eitt árið er ég að fara með mig út jólastressi. Ég sat við til tvö í nótt að skrifa á jólakort.
Þvílík endalaus vitleysa! Ég á enn eftir að sauma jólafötin á elsku barnið (ég er samt byrjuð, sko) og föndra litla jólagjöf handa vinkonu minni, vaska upp, taka aftur til, setja hreint á rúmin, kaupa jólagjöfina handa Böðvari og e-ð fleira.
Úfff. Eins gott að hafa lítinn karl sem er liðtækur við heimilisstörfin:
Dagbók eilífðarstúdents sem býr í Reykjavík og þykir alltof gaman að prjóna en slugsar við rigerðasmíð!
þriðjudagur, desember 23, 2008
miðvikudagur, desember 10, 2008
Ég vakti fram á nótt. Skilaði af mér ófullkomnu uppkasti að ritgerð um kl 04 í morgun. Var svo mætt kl átta í Hafnarfjörð til að segja 10 ára krökkum í Öldutúnsskóla frá Suðurlandsskjálftum. Enn er margt ógert í ritgerðinni, eilífðarhelvítisverkefni! Þarf að skila henni í janúar. Þarf að skila gein í janúar. Á eftir að klára jólafötin á Hjalta. Hakka í mig nammi en stressið er grennandi. Kemst loksins í buxur sem hafa ekki passað síðan sumarið 2006. Frábært, alltaf ljósir punktar í tilverunni;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)