mánudagur, ágúst 27, 2007

Hvert fer tíminn? Í þrif og uppvask og bleiuskiftingar? Göngutúra í góða veðrinu? Leik með Hjalta? Það er nú það. A.m.k. ekkí í blogg. Í stað þess að eyða tímanum í langa afsökunarræðu koma hér nýjustu fréttir:

Snáðinn vex of dafnar. Hann hefur ekki enn velt sér alveg en getur sveigt sig í brú. Hann hefur hins vegar verið iðinn við að æfa bæði maga- og bakvöðva (mun iðnari en mamman, uhhumm):


Þessar myndir eru nú reyndar frá miðjum júní og miðjum júlí, en hva, þó nýrri en síðasta mynd á blogginu. Þetta stendur þó allt til bóta.

Mamma litla mætti til vinnu á föstudaginn var, í fyrsta skipti eftir orlof. Það var nú miklu betri tilhugsun að vita af litla snáða hjá afa sínum Sveini heldur en dagmömmu e-s staðar úti í bæ! Í dag er hann svo hjá pabba sínum. Þetta verður mikið púsluspil.
ósköp er ég annars andlaus eftir bloggleti síðustu mánaða, þetta verður því stutt að sinni. Áhugasamir geta hins vegar kíkt á myndir á myndasíðunni.