Jólastress hvað?
1. Við mamma bökuðum vanilluhringi í síðustu viku. Aðeins ein tegund eftir (þ.e. sem ég var sérstaklega búin að kaupa í).
2. Lauk við jólagjafainnkaupin í gær. Samt ekki búin að pakka inn.
3. Skúraði í gær. Jahhh, svona inn á milli draslins.
4. Lifi stúdentalífi í 1 og 1/2 dag og geri e-ð í púff-ritgerðinni. Sum sé í gærkvöld (og fram á nótt) og í dag. Tók þessu meira að segja svo alvarlega að ég borðaði rosa-slísí hamborgara áðan af ónefndu sjoppugrilli með Böðvari og co. Tók þetta með enn meiri stæl og sullaði tvisvar niður á mig frönskum með tómatsósu. Sest nú við á nýjan leik og pikka inn e-t bull í kafla 2.
Er þetta ekki allt að koma?
Hef svo gaman af svona skipulagi og listum. Gerir kaótískt líf ögn bærilegra...
Dagbók eilífðarstúdents sem býr í Reykjavík og þykir alltof gaman að prjóna en slugsar við rigerðasmíð!
mánudagur, desember 18, 2006
miðvikudagur, desember 13, 2006
Senn rýf ég 10 kílóa múrinn. Sté á baðvogina í gær. Og ég á meira en tvo mánuði eftir!!! Og enn á eftir að bætast við. Þetta er erfitt upp á að horfa fyrir fyrrum megrunarþráhyggjusjúkling!
Samt fékk ég mér malt og appelsín í gær. Og nammi. Þykist ekki muna hvað vogin sýndi. hahaha...
Jólastressið er að ná tökum á mér eins og öðrum. Og hvað geri ég í því? Nákvæmlega ekki neitt. Jólakortin bíða mín, óáskrifuð. Er heldur ekki enn búin að baka þessa tvær smákökusortir í viðbót. Allt í skít. Gólflistarnir?
Og ritgerðin...
Púff.
Samt fékk ég mér malt og appelsín í gær. Og nammi. Þykist ekki muna hvað vogin sýndi. hahaha...
Jólastressið er að ná tökum á mér eins og öðrum. Og hvað geri ég í því? Nákvæmlega ekki neitt. Jólakortin bíða mín, óáskrifuð. Er heldur ekki enn búin að baka þessa tvær smákökusortir í viðbót. Allt í skít. Gólflistarnir?
Og ritgerðin...
Púff.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)