föstudagur, júlí 21, 2006

Alger þögn rofin


Mér brá heldur betur í brún áðan er ég fékk aðvörun frá ,,The Blogg Police'' senda til mín, óforvarendis:

Attention Attention Attention

Message to: "beauty is pain!"

Date: July 21st 2006


WARNING!

This is an automatic blogg reminder, that activates itself after two months of no blogg activity from the reciever of this message .... or what is somtimes called "total silence". Since "total silence" is not at all good for the well-being of our beloved internet, action has to be taken - immediately. By you.

You are therefore and hereby strongly urged to break the silence and take full advantage of the internet.
...

Mér fannst þetta óskaplega fyndið en hrökk í kút og ákvað að gera e-ð í málunum.

Málið var að eftir að ég kom heim frá Uppsölum fannst mér allt falla í sama gamla horfið og óskaplega lítið spennandi gerast. Auk þess myndi ég hitta alla reglulega og fólk væri því lítið að kíkja þessa blessað síðu. Hér vil ég enn fremur minna á að ég hef heldur ekki uppfært prjónabloggið í enn lengri tíma! Svo ég er í vondum málum þar líka. Sem ég er annars að reyna að bæta úr þessa dagana því ég keppist nú við að klára lopapeysu svo ég hafi frá e-u ,,spennandi'' að segja;-) Það mætti því segja að viðburðarríkt líf mælist í fjölda prjónaðra lykkna um þessar mundir.

Áður en ég kvaddi vini í Uppsölum héldum við Stína og Pálmi kveðju-Mojito partý. Viðstaddir reyndu glænýjan grip sem húsfreyjan hafði gefið spúsa sínum í afmælisgjöf:

Mojito-drykkirnir höfðu tilætluð áhrif og jafnvel saklausustu stúlkur úr Hafnarfirði freistuðust til að prófa:


Daginn eftir lögðum við Böðvar af stað til Stokkhólms eftir ausandi þrumuskúr. Við héldum beint til hafnar og í þessa líka glæsilegu ferju sem bar hið sjarmerandi nafn M/S Romantica:



Gamli bærinn í Tallin er afar heillandi og vel þess virði að leggja á sig ferðalag fyrir. Við gengum um götur og torg, kíktum inn í hinar og þessar kirkjur og keyptum handprjónaða vettlinga. Ég varð þó enn kátari er Böðvar fann fyrir mig eintök af "Eistneskir vettlingar I og II" (=prjónauppskriftir) í bókabúðinni. Þvílíkur happafengur!

Böðvar var svo dregin um Gamla Stan í Stokkhólmi er ferjan kom til baka daginn eftir. Svo var fríið á enda og allt féll lífið í fastar skorður heima á ógnarskömmum tíma.

Er sumarið annars loksins komið? Bjórvinir ætla að grilla í dag til að fagna sólarglætunni. Ég ætla að kíkja með lopapeysuna mína og snúsnú bandið. Og reyna að prjóna sem mest svo ég hafið frá e-u merkilegu að segja sem fyrst;-)